- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
594

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

III.

Margir landnámsmenn voru skipseigendur og alvanir
sigl-ingum. Sumir þeirra höfðu verið í viking lengri eða skemri
tíma, áður en þeir fóru til íslands, svo sem þeir Ingólfur
Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson, Geirmundur heljarskinn,
Önundur trjefótur, Þrándur mjögsiglandi Bjarnarson, Ofeigur
grettir, 1?ormóður skapti, Ingimundur Þorsteinsson, Ketili
gufa Örlygsson og ýmsir fleiri. Sumir þeirra höfðu verið
mörg ár í víking, eins og Geirmundur heljarskinn, sem var
konungborinn og sækonungur eða herkonungur sjálfur. Flestir
þeirra höfðu verið i vesturviking, en sumir þeirra höfðu líka
farið í austurveg.1)

Nokkrir af landnámsmönnunum höfðu verið í
kaupferð-um, áður en þeir fóru til Islands. fó er eigi getið nærri
svo margra kaupmanna á meðal þeirra sem vikinga. Einna
nafnkendastur kaupmaður var Björn Skútaðar-Skeggjason,
sem kallaður var Skinna-Björn, af því hann var
Hólm-garðsfari og verslaði með skinnavöru, sem hann hefur keypt
á Rússlandi og þótti betri en skinnavara hjá öðrum
kaup-mönnum. fá er honum leiddust kaupferðir, fór hann til
Is-lands.2) Þorsteinn lunan, sem land nam í
Rangárvalla-sýslu, var einnig farmaður mikill.3)

Þá er þess einnig getið um suma landnámsmenn, að þeir
hafi farið í kaupferðir eptir að þeir voru fluttir til
Islands-Ingólfur Arnarson fór til Noregs, er hann hafði tekið sjer
bústað í Reykjavík,4) og mun hann þá hafa farið utan til
þess að sækja húsavið og afla til heimilis síns. Um þá
bræð-ur Ketil þrym og Graut-Atla Þórissyni er sagt að
þeir hafi farið jafnan til annara landa með kaupeyri og gerst
stórríkir.5) Um Ingimund Þorsteinsson er þess getið,
að hann færi utan að sækja húsavið, er hann hafði búið
nokkra hrið að Hofi. I þeirri ferð gaf Haraldur hárfagri
hon-um skipið Stiganda, svo að hann gæti flutt svo mikinn við,
að honum nægði, og kom hann báðum skipunum í Húna-

"’) Um alla þessa menn, sjá íslendinga sögu mína, I. b. 2) Ldn.
169. 3) Ldn. 297. ’) Eg. 80. *) Dropl. 1/141; sbr. Ldn. 243.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0606.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free