- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
633

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

633

vel rnetnir bændur eða jafnvel höfðingjar, enda var það það
takmark, sem flestir settu sjer. Stundum bar þó svo við að
sumir af mönnum þessum fóru eina kaupferð eptir að þeir
höfðu gerst bændur, ef einhver nauðsyn krafði þess. En það
er þó sjaldgæft að verða Islendinga var í siglingum erlendis,
þá er þeir eru komnir um sextugt svo sem Jökull
Bárðar-son virðist hafa verið, þá er hann var drepinn austur á
Gotlandi. Jökull bjó í Tungu um 1014. Hann var bróðir
As-dísar móður Grettis, en hún giptist um 984. Hann hefur þvi
líklega verið fæddur um 970, og verið mest i siglingum áður
en hann tók við búi í Tungu. En hann hefur verið óeyrinn
eins og sumir í ætt hans með þvi nafni, og leiðst kyrsetan
til lengdar. Sagan segir líka að hann væri mikili maður og
sterkur og hinn mesti ofsamaður. Að Hákon jarl Eiríksson
gerði hann að skipstjóra á Vísund, skipi Ólafs konungs,
bend-if á að töluvert hafi að honum kveðið, enda þótt hlutað hafi
verið um menn til skipstjórnar, því að það hefur að eins
verið gert á meðal þeirra, er voru um fram almenna
liðs-tnenn. Sagan segir og að hann hafi verið mikilhæfur maður.1)
Það kom og einstaka sinnum fyrir, en mjög sjaldan þó, að
bændur á háum aldri rjeðust utan i kaupferð til þess að
sækja einhverjar nauðsvnjar, eins og dæmi Flosa Þórðarsonar
sýnir, og slíkt kom fyrir jafnt um þá, sem höfðu verið
far-menn á yngri árum, sem um mikilsmegandi bændur, er gátu
’engið sjer skip. En síðasta utanferð Jökuls var meiri en
vanaleg kaupferð, því að hann fór alla leið austur á Gotland.

III.

Kaupferöir bænda og utanferðir á eigin skipum.

Þess er áður getið að sumir bændur á landnámsöldinni
bafi stundum farið sjálfir kaupferðir til Noregs og annara
ianda, er þeir þurftu að sækja þangað við eða aðrar
nauð-synjar. Eins gerðu þeir á söguöldinni og lengur fram eptir,
en þegar á 11. öld tók þó slikum ferðum að fækka að mun,
uns þær hættu algjörlega, aðallega sökum þess að skipastóll

1 Grett. 34/130-131; Hkr. I, 182/423.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0645.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free