- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
743

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

743

inn af skarlati, skikkju úr gráum skinnum með skarlatsmöttli
yfir og gullhring. I’orvarður hjelt til íslands sumarið eptir
(um 1060), en konungur sá seinna seglið hjá Eysteini, þótti
það gott og þá það af honum.1)

Gissur Isleifsson var »farmaður mikill hinn fyrra
hlut æfi sinnar«,2) og mætti því telja hann hjer; en af því
að utanferðir hans eru kunnar af öðru en kaupskaparerindum,
skal getið nánar um þær síðar.

Á rikisárum Ólafs konungs hins kyrra (1067—1093) er
annars eigi getið um neina islenska kaupmenn, enda ríkti þá
friður og litlar sögur eru frá þeim árum. er sonur hans,
Magnús berfætti, kom til rikis, sötti i sama horfið sem áður,
og gerðist þá ýmislegt sögulegt. Á ríkisárum hans er getið
um Teit Gissurarson biskups í Niðarósi og þrjú
Islands-för; rjeð Teitur fyrir einu þeirra (um 1096). Frá þessu er
sagt, af því að íslenskur maður af ætt Gilsbekkinga, Gísl
111-ugason, veitti þar Gjafvaldi, hirðmanni konungs, banasár
og íslendingar tóku sig saman til þess að hjálpa Gísl; er
söguþáttur til af þessu.

Gjafvaldur hafði fyrir rúmum tug ára vegið Illuga
Þor-valdsson, föður Gisls, á íslandi. Gisl var þá barn að aldri,
en nú hafði hann farið utan til föðurhefnda. Eptir tilræðið
við Gjafvald reyndi hann að forða sjer, en var brátt tekinn
og settur í jarðstofu eina. Vildi konungur láta drepa hann
þegar, en sökum sunnudagshelginnar, sem þá fór í hönd,
var aftöku hans frestað til mánudags.

Þá voru margir íslendingar í Niðarósi og komu þeir
sjer saman undir forustu Teits Gissurarsonar að hjálpa Gísl;
vildu þeir leggja mál hans undir dóm konungs, ef Gísl fengi
hf, en verja hann, ef þess var enginn kostur. Þeir brutu upp
jarðhúsið og leystu Gísl úr fjötrunum, en þá er til bardaga
horfði með konungsmönnum og íslendingum, þakkaði Gísl
ís-lendingum fyrir góðvilja þeirra og gaf sig konungi á vald til
þess að firra vandræðum. Konungur ljet þá sefast, enda hafði
Gjafvaldur, áður en hann andaðist, beðið hann um að gefa
Gísl grið, og átta íslendingar gengu til festu fyrir hann og
guldu miklar bætur, sem konungur gerði fyrir vigið.

]) Msk. 73-75; Fms. IV, 356-360; Flat. 111,357-358. 2) Hungr.,
BPs. I, 66.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0755.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free