- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
793

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

793

stallara sínum. Að tilmælum konungs orti hann Ólafs drápu
»og færði norður i Þrándheimi í Kristkirkju sjálfri og varð
það með mikium jartegnum, og kom dj’rlegur ilmur i
kirkj-una«. Þótti það teikn um það, að Ólafi konungi helga hafi
hafi líkað vel kvæðið. fetta var um 1153. Ólafs drápa þessi
er nú venjulega nefnd Geisli og er eitt hið mesta kvæði í
fornbókmentum vorum.

Um miðja 12. öld fór Einar Skúlason einnig til Sviþjóðar
og Danmerkur, og orti um Sörkvi konung Kolsson og Jón
jarl Sörkvisson i Sviþjóð, en Svein konung svíðanda i
Dan-mörku og fekk engin laun fyrir af honum eins og þá var
títt; mintist Einar þess í visu og kendi það Rípa-Úlfi
fje-hirði konungs.

Einar hefur lengi verið búsettur i Noregi á efri hluta æfi
sinnar, en eptir 1160 er ekkert kunnugt um hann. Hann orti
erfidrápu um Eystein konung, og eptir það flokk um
Gregor-ius Dagsson, sem heitir Elfarvísur, um orustu hans i
Gaut-elfi (1159). Einnig orti hann um Eindriða unga, lendan mann
(d- 1163). Alls orti Einar eptir þvi sem segir í Skáldatali
kvæði um níu konunga og þrjá höfðingja; voru sjö þeirra
konungar í Noregi.1)

Ketill Þorsteinsson prestur, sonarsonur Eyjólfs
Guð-mundarsonar á Möðruvöllum, var eptir fráfall Jóns
Ögmund-arsonar kosinn til biskups á alþingi 1121, og fór hann utan
um sumarið, til Danmerkur, og var þar vígður af Össuri
erkibiskupi til biskups að Hólum 12. febrúar 1122. Sumarið
eptir kom hann til íslands.2)

Loptur Sæmundarson hins fróða í Odda fór utan
einhvern tima um 1120 og fekk i Noregi stúlku, er Þóra
hjet; en síðan reyndist að hún var dóttir Magnúss konungs
berfætts.3) Hve lengi Loptur var þá utan er ókunnugt, en

’) Msk. 181, 191—192, 199- 200, 226-228, 235; Fsk. 340, 34-5-346,
353-354, 357; Hkr. III, 3-4/269, 10/278, 11/280, 30/308, 7/326, 12/339,
W/369, 19-20/374- 377, 21/379, 32/396, 11/413- 414, 21/429; Ems. VII,
137, 165, 167, 184, 196, 229, 234- 238, 251, 266—267, 355 - 357; Knytl.,
Fms. XI, 353; Sk.tal; Prestanöfn, ísl. I, 384; Dipl. Isl. I, 186,
189-190; Jón Sigurðsson, SnE. III, 353—366; Einnur Jónsson,
Litteratur-hist. n, 62—73. Skjaldedigtningen, A, 455—485. 2) Krist. Bps. I,
31: Hungr., Bps. I, 73; Sturl. I, 42-44; Skarðsárb. ísl. I, 330; Ann.
III, IV. 3) sturl. I, 46-47.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0805.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free