- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
794

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

794

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

hann mun tæplega hafa verið þar skemur en tvo vetur, því
að Jón sonur hans virðist vera fæddur i Noregi (1124). Hans
er fyrst getið 1135, er hann var 11 vetra, og var hann þá
austur i Konungahellu »að fóstri og uppfæðslu» hjá Andreasi
presti Brúnssyni og Solveigu konu hans, merkishjónum; hefði
Loptur varla komið syni sínum til fósturs í Noregi, ef hann
hefði eigi verið fæddur þar.

Nokkru eptir fæðingu Jóns mun Loptur hafa farið með
konu sína til Islands og tekiö við búi hjá föður sínum. Par
bjuggu þau svo um hríð, en sumarið 1134 hefur Loptur
lik-lega farið utan að vitja sonar síns, því að hans er þá getið
um páskaleytið austur í Konungahellu vorið eptir. far var
bann hjá Andreasi presti um vorið 1135 og fram i byrjun
ágúst mánaðar. Þá fór hann með Jón son sinn og alt sitt
frá Konungahellu og tólf önnur kaupskip (>byrðingar«) og
ætluðu til Björgynjar, en 11 af þeim týndust með mönnum
og fje og öllu því, er á var, en hið tólfta braut, og hjeldust
mennirnir en fjeð týndist. Loptur einn var svo
hamingju-drjúgur að komast til Björgynjar og halda öllu heilu. Þaðan
hjelt hann siðan til Islands. 3?að var á Lafransmessu, 10.
á-gúst 1135 að byrðingarnir týndust, en þann sama dag kom
Vindakonungur með 300 skipa til Konungahellu, brendi
bæ-inn og vann kastalann, en rændi og drap bæjarmenn eða’
hertók þá.1)

Þorgils Snorrason fór til Noregs einhvern tíma uin
1120—1130. Hann sá altarisklæði það, er skorið var úr mötli
þeim eða skikkju, sem Haraldur harðráði gaf Steigar-Þóri,
er hann gaf honum konungsnafn í Noregi (1045); en
Guð-ríður Guttormsdóttir, Steigar-Þórissonar, sagði honum, að
t’aðir sinn ætti mösurbollann, sem Haraldur gaf þá afa
henn-ar; en annars eru nokkrar missagnir um þetta.2)

Magnús Einarsson, sonarsonarsonur forsteins
Síðu-Hallssonar, var kjörinn til biskups á alþingi 1133 og ætlaði
utan þá um sumarið, en varð apturreka i Blönduós. Hann var
þvi i Skálholti uin veturinn. Sumarið eptir fór hann til
Nor-egs (1134) og þaðan um haustið til Danmerkur. Þar var hann
vigður til biskups af Ossuri erkibiskupi 28. oktbr. 1134. A
meðan Magnús biskup var i Danmörku, komst hann i kynni

i) Hkr. in, 9-10/329-331; Fms. VII, 186—188. s) Msk. 21;

Fsk. 243; Hkr. HI, 24/111; Fms. VI, 185; Flat. Hí, 310.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0806.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free