- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
815

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

815

fekk þá mjög daufar móttökur hjá Magnúsi konungi og
Er-lingi jarli fööur hans.

Liklega hafa einhverjir norskir kaupmenn og nokkrir
Is-lendingar orðið ósáttir og gripið til vopna. Þeir, sem haft
hafa betur, munu þá hafa tekið upp fje fyrir hinum, og
bendir Þorláks saga biskups á, að íslendingar hafi tekið upp
fje fyrir Norðmönnum á íslandi, en ekkert nánar er af því
sagt. í mörgum annálum segir við árið 1172 »brenna i
Saurbæ«. í Guðmundar sögu Arasonar er þetta sagt
ná-kvæmar, að þá hafi verið brendur bær Helga Skaptasonar í
Saurbæ á Kjalarnesi; en hver hann hafi brent, getur ekki.
Hjer um bil tveimur árum siðar brendi Helgi Skaptason skip
fyrir Páli austmanni, er síðan var kallaður Brennu-Páll,
fyrir það var Helgi veginn á alþingi 1175 af
Austmönn-Flestir annálar geta um víg þetta, og Flateyjar annáll
°g Gottskálks annáll kalla Helga prest. En Guðmundar saga
Arasonar segir fyrir hvað Helgi var veginn og hverjir
veg-endurnir voru. Hún segir einnig, að Þorvarður Þorgeirsson
hafi mælt eptir vigið og fengið sjálfdæmi af Austmönnum,
þvi að hann mundi ella hafa látið drepa þá, »og fekk hann
af þvi virðing mikla«. Það má nærri geta að þeir hafa
orð-ið að bæta Helga Skaptason fullum bótum og liklega orðiö
hart úti, þar sem þeir voru svo aflvana, að þeir sáu eigi
annað fyrir en rauðan dauðann, ef þeir seldu eigi sjálfdæmi.

En þvi brennir Helgi Skaptason, sem var prestur og vel
^etinn maður, skip fyrir Páli og fjelögum hans,
Aust-^önnum? Það er ólíklegt að hann hafi gert það að ósekju.
Pessi atburður bendir beint á, að Páll hafi brent bæinn
1 Saurbæ fyrir Helga, og að hann hafi hefnt sín, er hann
brendi skipið. En ekki er heldur liklegt aö Helgi hafi verið
saklaus við Pál, er hann brendi bæinn. Líklega hefur
þeim áður lent saman (1171), Helga veitt betur og hann
tek-’ö upp vörur fyrir Páli, en Páll siðan brent bæinn til hefnda
fyrir það, svo að Helgi nyti eigi fjár hans. Síðan mun Páll
Þegar hafa farið utan, er hann hafði brent bæinn (1172), en
komiö út tveimur árum siðar 1174, og Helgi sætt þá færi og
hefnt sin og brent skipið fyrir Páli; var þá eigi undarlegt,

’) Dipl. Isl. I. 218, 223; Hungr., Bps. I, 84; Porl. s„ Bps. I, 88—101,
’-275, 398.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0827.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free