- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
822

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

822

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

og víni, og elritrje, sem landsmenn keyptu til eldsneytis og
væri mjög dýrt. Þar væri mikið af öllu, sem þyrfti til
lífs-nauðsynja og til leika. I’ar vantaði ekkert nema sólskin og
yrðu menn að vera þar án þeirra þæginda; sökum þess
hefði ís legið þar lengi og væri svo harður sem kristall; á
honum mætti gjöra eld svo að kristallinn verður glóandi;
þar við elduðu þeir mat sinn og hituðu herbergi sin.1)

Um ferð Reginprehts er ekkert meira kunnugt, og má
vera að þetta sje skáldskapur; en líklega er það þó satt, að
Reginpreht hafi komið til íslands, og vísindamaður sem K.
Maurer leggur trúnað á það.2) Alt það, sem höfundur
kvæð-isins segir um Island, hefur hann eptir Reginpreht. I
kvæð-inu er Reginpreht nefndur prestur, en biskup í fyrirsögn
þess kafla kvæðisins, sem er um hann og Island og hjer er
skýrt frá. Hann hefur ef til vill endað æfi sina sem biskup,
en til Islands hafa liklega engir biskupar komið á 11. öld
aðrir en þeir, sem taldir eru i islenskum ritum. Aptur á
móti komu nokkrir prestar þangað, sem hvergi eru
nafn-greindir.

Af því, sem fyr er sagt af siglingum einstakra manna
og af vist íslendinga í Orkneyjum og víðar fyrir vestan haf,
má ráða, að einstaka sinnum hafi menn siglt beint milli
Is-lands og Vesturhafslanda, þótt eigi hafi þaó verið nærri eins
opt. og á söguöldinni; en þó er eigi getið neinna farmanna
þaðan á Islandi fyr en seint á 12. öld, og að eins af
Hjalt-landi, því að Austmenn þá, sem fyr voru nefndir og fóru
af Orkneyjum, má varla telja hjer. Hjaltur eða Hjaltlendingur
nokkur, er Eiríkur hjet, var þá á Vesturlandi; virðist hann
hafa dvalið þar lengi eða jafnvel setst þar að, því að hann
ífylgdi að lagi* Sigriði Birningsdóttur frá Tjaldanesi í
Saur-bæ í Dalasýslu (um 1174)3). 1197 eða 1198 voru Hjaltar á
Eyrum á kaupskipi, sem þeir áttu. Peirra er getið af því að
koma átti glæpamanni einum utan með þeim, en þeim gaf
eigi byr brott um haustið.4) Hjaltlendingar voru um þessar
mundir og miklu lengur fram eptir öldum algjörlega norsk-

’) Denkmáler deutscher Poesie urid Prosa aus dem VII[—XII
Jahrhundert herausgeg. v. Miillenhoff und Scherer. 3. Ausg. v.
Steiu-meyer. Berlin 1892, bls. 95—96. ’-’) Deutsche Zeitscbrift fiir
Geschichts-wissenschaft V, 1891, bls. 171—172. 3) Sturl. I, 103 *) Sturl. I, 199-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0834.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free