- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
823

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

823

ir1); þeir varðveittu tungu sina og þjóðerni eins vel og
Norð-menn sjálfir. Norskir víkingar höfðu þegar á fyrri hluta
vik-ingaaldarinnar flæmt í burtu eða drepið þá þjóð, sem bygði
Hjaltland i upphafi, og bygðist þá landið að nj’ju frá Noregi.

Hinn fyrsti biskup, sem kom til íslands á friðaröldinni,
var Rúðólfur eða Hróþólfr biskup eins og Ari kallar
hann. Hann var einn af þeim fjórum biskupum, sem sagt er
að komið hafi af Englandi með Ólafi konungi Haraldssyni2),
og vann hann að eflingu kristindómsins í Noregi, líklega
eink-um i Vikinni, á meðan Ólafur var konungur í Noregi.
Rúð-ólfi biskupi hefur því hlotið að vera kunnugt um ferð þeirra
biskupanna Bjarnharðs og Kols til Islands. Sumarið 1029 eða
um veturinn eptir fór hann á fund Libentius (eða Liavizo)
annars, erkibiskups í Brimum (1029 eða 1030—1032); sagði
hann erkibiskupi frá hvað drottinn hefði gert til þess að
frelsa heiðingjana, sem hefðu daglega snúist til kristni.
Erki-biskup tók honum með mestu sæmd og ljet hann siðan fara
frá sjer til þess að halda áfram trúboði sinu3) og fór hann
þá til Islands um sumarið. fað er því mjög líklegt að
Búð-ólfur hafi farið þangað að samráði við erkibiskup, hvor þeirra
sem hefur átt upptökin að því.

íslenskar heimildir segja að Búðólfur væri 19 ár á
Is-landi (1030—1049) og byggi i Bæ í Borgarfirði.4) Hvar sem
biskupsstólar voru settir á þeim tímum, leið sjaldan á löngu
áður en skóli kæmist þar á fót, ef duglegur biskup átti hlut
að máli. Þótt hjer væri um engan biskupsstól að ræða og
Rúðólfur hefði eflaust litlar tekjur við að styðjast, mun hann

Hjaltland var algjörlega norskt 1470, ))á er þaö var látið af
hendi viö Skotlands konung. Sbr. A. Bugge, (Norsk) hist. Tidsskr. 5
R. II, 313 og rit Jakobs Jakobsens um Norrœna tungu á Hjaltlandi,
emkum Det norrone sprog pá Shetland Kbh. 1897. Etymologisk
ord-bog over det norrene sprog pá Shetland Kbh. 1908 o. ef. [-Venju-]ega-] {+Venju-
]ega+} er taliö aö Kristján fyrsti hafi veðsett Skotakonungi
Orkn-«yjar og Hjaltland 1468. En Jakob þriöji Skotakonungur giftist
Margrjetu dóttur Kristjáns konungs 1469 og voru Orkneyjar þá
veð-settar fyrir meiri hlutanum af heimanmundinum, en Hjaltland árið
ePtir fyrir hinu, sem eptir stóð, sbr. Kr. Erslev, Danmarks Riges
Hist. II, 551, Aptur á móti gerðu Skotar út menn í bónorðsförina til
Kristjáns konungs 1468. 2) Adami Gesta Hammaburg. II 55/79;

st»’. Ilistoria Norvegiæ, í Monum. Ilist. Norv. 124. Hinir þrir voru
l>eir Sigfreður, Grímkell og Bjarnharður bókvísi. 3) Adami Gesta
II, 62/83-84. «) íslb. 12; Hungr., Bps, I, 65.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0835.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free