- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
824

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

824

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

þó hafa reynt að búa menn undir kennimannsembætti og
tekið menn til náms; er þess getið í Landnámu að þrír
munkar hafi verið eptir i Bæ, er hann fór þaðan1); hafa það
líklega verið lærisveinar hans, sem hann hefur kent
munka-reglur. Þótt liklegt sje að hann hafi haft eitthvert föruneyti,
er hann kom til Islands, má þó varla ætla að munkar
þess-ir hafi komið með honum til landsins. Fylgdarmenn hans
hafa liklega farið aptur með honum, ef þeir hafa eigi fallið
frá á íslandi, eða horfið fyr heim til átthaga sinna.

í Hungurvöku segir, að Búðólfur hjeti að sumra sögn
Úlfur, »og væri kynjaður af Búðu á Englandi« (svo!).
Skýr-ing þessi á nafni Búðólfs er röng; hann er nefndur
Roðulf, það er af eldri mynd Hróðulfr (yngra Hrólfr), í
engilsaxnesku kronikunni og einnig i enskum annálum, sem
ritaðir eru á latínu. Hitt er aptur á móti líklega rjett, a&
hann hafi verið ættaður úr Rúðu i Norðmandi. Rúðólfur
bisk-up var frændi Játvarðs konungs hins góða (Eadward the
Confessor), og mun það hafa verið i móðurætt konungs, sern
var hálf dönsk. Móðir konungs var Emma Englands drotning,
systir Rikarðs 2. Rúðujarls og Róberts erkibiskups i Rúðu;
en móðir þeirra systkina og kona Rikarðs 1. Rúðujarls var
dönsk. Erkibiskup skirði Ólaf Haraldsson og menn hans. þá
sem óskirðir voru, i Frúarkirkju i Búðuborg. Má nærri geta
að enhverjir frændur erkibiskups hafi haft embætti undir
hon-um i Búðu og mun Rúðólfur hafa verið einn þeirra. Mun
erkibiskup hafa vígt hann til biskups, áður en hann fór með
Ólafi konungi af landi brott. Fyrsta kirkjan, sem konungur
Ijet gera i Noregi, var kirkja sú i Sarpsborg, sem helguð var
Maríu mey (Maríulárlxjan), eins og Frúarkirkjan í Búðu, og
mun Rúðólfur biskup hafa ráðið þvi. Hann hefur sennilega
verið prestur við Maríukirkjuna i Rúðuborg, áður en hann
rjeðst til Ólafs konungs,2) og hann mun nú hafa fengið Mariu-

’) Hksb. 21/14; Ldn. 15/51. Af því aö í Hauksbók segir, að þrír
munkar voru eptir i Bæ, er Rúðólfur fór þaðan, hefur þvi verið brej’tt
svo í Skarðsárbók, ísl. I, 331-332, að Ruðólfur setti munklifi í Bæ.
en það er eigi rjett; Rúðólfur komst eigi svo langt að set.ja klaustur,
þótt Jón Sigurðsson Dipl. I, 481, 483 og fleiri liati ætlað svo. A bls.
731 hjer að framan, 1. 16 á að standa »ljet eptir sig þrjá munka« i
staðinn fyrir ssetti munkalífi«. í Skarðsárbók segir og að Rúðólfur
hafi-og búið á Lundi. 2) A. D. Jörgensen, Den nord. kirkes grund-

læggelse, bls. 463, 477—78.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0836.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free