- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
903

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM FERÐIRNAR YFIRLElTT.

903

Breytingin byrjar með Ólafi Tryggvasyni. Hann ljet í lok
10. aldar reisa hús á Niðarbakka og efla til kaupstaðar, er
nefndur var Niðarós (997)’). Eiríkur jarl var Niðarösi
mót-snúinn, en ljet hefja kaupstað í Steinkerum og studdi hann.2)

fjekk kaupstaður þessi litla þýðingu, því að hvorki lá
hann eins vel við verslun sem Niðarós, og varð ekki
aðset-ursstaður konungs nje efldur af þeim. Ólafur konungur
Har-aldsson ljet reisa konungsgarð í Niðarósi og kirkju
(Clemens-kirkju), og marka tóptir til garða og gaf bændum og
kaup-mönnum og öðruin, er húsa vildu. Ólafur konungur ljet
víg-girða nesið við Sarpinn í Raumelfi og efna þar til
kaupstað-ar. Hann ljet og húsa þar konungsgarð og gera Maríukirkju3).
Haraldur harðráði ljet reisa kaupstað austur í Osló, og efldi
nijög Niðarós.4) I Víkinni voru tnargir kaupmenn, sem sigldu
til Sviþjóðar, Danmerkur og í Austurveg, en líka stundum
vestur á bóginn, og komu sumir þeirra til íslands.
Vestan-verðu við Víkina var Túnsberg, og þaðan var vegurinn
skammur austur til Konungahellu (Kongelf) við nyrðstu kvísl
Gautelfar, syðst á landamærum Noregs.

Uppi í landi var Hamarkaupangur og voru þar slegnir
peningar á 11. öld; hafa nokkrir þeirra fundist og vitna
um það ;5) en kaupangur þessi hefur ekki haft neina
sjer-staka þyðingu fyrir verslun Norðmanna við önnur lönd.

Allir þeir Noregs konungar, sem hjer ræðir um, áttu
«íeira eða minna í ófriði, og gátu því eigi gefið sig alla við
friðsamlegum störfum. Það gat hinn friðsami konungur
Ól-afur kyrri (1067—1093). Hann setti kaupstað í Björgyn;
gerðist þar brátt mikið setur auðugra manna og siglingar
kaup-manna af öðrum Iöndum. Um hans daga hófust mjög
kaup-staðir í Noregi, og fólkið gerðist auðugt og ríkt.

Við fráfall Ólafs kyrra voru sex merkir kaupstaðir í
Noregi, Konungahella, Sarpsborg, Osló, Túnsberg, Björgyn og
Niðarós.6) Konungahella stóð í mestum blóma á dögum Sig-

’) Fsk. 113; Oádr, Fms. X, 294; Hkr. I, 7, 70/386; Frís. 142;

01. s. s. 1; Fms. II, 27. s) Fsk. 138; Hkr. 11,41/59; Ól.s. s.36; Fms.
IV, 91; Flat. II, 39. 3) Fsk. 149, 158; Hkr. 11,42/61, 53/78,57/81; Ól. s.
s. l, 37, 42,43, Ó1 s. m. 35,45; Fms. IV, 93,105, 107-8; Flat. II, 40,47,
48; Fsk. 154; Hkr. II, 61/94; Ól. s. s. 49; Fms. IV, 121. ■•) Hkr.III,
-58/153; Fms. VI, 296; Fsk. 264; Flat. III, 344. 6) Yngvar Nielsen
-A-f Noregs Historie. Stockholm 1904, bls. 71 sbr. bls. 96. 6) Msk.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0915.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free