- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
66

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

66

sóla.rljóð

safn v

um — svo í Ráðatali — stundum i likingum — svo í
Rúnaþætti um Njarðardæturnar. Enn sjálf stefnan er altaf
söm við sig. í öllu kvæðinu er ekki eitt einasta erindi
sem ekki miðar að þvi að fræða kristna menn um,
hvernig þeir eiga að lifa í þessum lieimi, svo að þeir að
lokum öðlist eilifa sælu með guði, og þetta á skáldið við,
þar sem liann gefur í skin i niðurlaginu, að kvæðið sje
ætlað lifendum (813: skaltu fgr kvikum kveðaj. IJað er
kristilegt lifsreglna og heilræða kvæði.

Höf. hefur orðið firir sterkum áhrifum af tveim
kvæðum, sem setja fram heiðna lifsspeki, annað norræna,
hitt klassiska. Þessi kvæði eru Hávamál og Disticha
Catonis.

Endurminningar úr Hávamálum koma firir á
ein-slökuin stöðum í kvæðinu, ekki síst í 3. og 5. dæmi (sjá
alhugasemdir mínar hjer að framan við 12. og 19. er.
o. fl. staði). Enn einkum liafa þó Hávamál haft áhrif á
það form, sem Sólarljóðaskáldið gefur sínum kristilegu
áminningum og lífsreglum. Þetta sinir sig first og freinst
í bragarhættinum. I}að getur ekki verið nein tilviljun, að
höf. Sólarljóða hefur valið sjer Ijóðahátt, hátt Hávamála,
að irkja eftir, einkum þegar þess er gætt, að þau eru hið
eina kristilega kvæði með þeim hætti. í annan stað er
auðsætt, að höf. hefur sniðið orðfæri sitt sem best hann
gat eftir Hávamálum, og honum hefur tekist furðanlega
að klæða sínar kristilegu liugmindir i búning, sem minnir
á firirmindina. Loks hef jeg sínt það hjer að framan, að
dæinisögur Hávamála hafa gefið höf. tilefni til að setja
fram lífsreglur i dæmisögum og safna þeim saman i
sjer-slakan þátt, sem jeg kalla Dæmaþátt, enn fremur, að
Ráðatal Sólarljóða á sjer firirmind i Loddfáfnismálum og
Rúnaþátturinn að nokkru leiti i Rúnatali.

Hitt kvæðið, sem Sólarljóðaskáldið hefur haft til
firirmindar, er Disticha Catonis, annaðhvort hið latínska
frumrit eða hin íslenska þiðing, Hugsvinnsmál. Jeg hef
lijer að íraman í athugasemdunum við einstaka staði i
Sólaiijóðum bent á svo marga tilsvarandi staði í
Hug-svinnsmálum, sem eru svo nauðalíkir, ímist að efni eða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free