- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
38

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

38

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 38

lýsing hefur ekki þótt koma alveg heim við Indíána,
einkum hefur það verið vefengt, að þeir Hóp-menn
hafi róið á húðkeipum og verið mjög eygðir. Babcock
hefur bent á það í bók sinni (bls. 153—54), að Indíánar
hali stundum notað húðkeipa, eða sumir flokkar þeirra;
ber hann ýmsa rithöfunda frá fyrri og síðari tímum
fyrir því. Auðvitað er ekki um »kajaka«
(eins-manns-húðkeipa) að ræða i sögunni, heldur opin
margra-manna-för.

Einn af fyrstu landkönnuðum, sem fundu
Norður-Ameriku, var Giovanni da Verrazzano. Honum hefur
verið eignað brjef, dags. 8. júli 1524, með skýrslu um
ferð meðfram austurströndinni. Hann lýsir einum
þjóð-flokknum, er hann sá á þessum slóðum, þannig, að
þeir menn hafi haft svart hár og þykt, ekki mjög langt,
bundið saman á hnakkanum; honum þykir það helzt
að útliti þeirra, hversu breiðleitir þeir hafi verið, þó
ekki allir, sumir voru skarpleitari og með stór, dökk
augu. Þykir mjer þessi lýsing koma allvel heim við
lýsinguna í sögunni. Fleiri rithöfundar geta hins sama,
að þjóðflokkai’, sem þarna hafi búið, sje svartleitir,
breiðleitir og stóreygðir.

Þá þykir það koma vel heim við það, sem
alkunn-ugt er um Indiána, að sagan segir að þeir hafi komið
að verzla við þá Þorfinn um vorið (eða snemma
sum-ars), hafi haft grávöru og verið glysgjarnir, og litt
hag-sýnir i viðskiptum: »Vildi þat folk helzt hafa rautt
skrúð. Þeir höfðu móti gefa skinnavöru ok algrá skinn.
Þeir vildu ok kaupa sverð ok spjót, en þat bönnuðu
þeir Karlsefni ok Snorri. Þeir Skrælingar tóku
spannar-langt, rautt skrúð fyri úfölvan belg ok bundu um höfuð

þar sem stendur í handritinu, að hún hafl sagst heita Guðríður,
pá álit jeg að þar sje að eins um ritvillu að ræða, endurtekning
af ógáti á svari Guðríðar sjálfrar. Slíkar villur, sprottnar
afvan-gá lesara og afritara (nú einkum setjara) eru mjög algengar.
Nafn hinnar dularfullu veru hefur sennilega átt að vera annað,
en par sem öll þessi kynjasaga mun tilbúningur einn, þá skiptir
litlu, þótt nú verði ekki vitað hið upprunalega nafn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free