- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
1

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Inngangur.

Almennar athug’asemdir um íslendingasög’ur.

I.

Það er gömul skoðun, að flestar íslendingasögur
sjeu eldri enn c. 1200. Hún stafar frá liinum danska
vísindamanni P. E. Múller liiskupi. Á árunum 1817-—28
gaf liann út rit í 3 hindum, er hann nefndi Sagabibliothek,
og er það mjög merkilegt firir sína tima og hefur
jafn-vel gildi enn í dag. Þar setur hann fram þá kenning,
að meginið af íslendingasögum sje ritað firir dauða
Brands biskups Sæmundarsonar (1201). Þessi kenning
P. E. Múllers stiðst við einn stað i Sturlungu. Næst á
eftir Sturlu sögu (Hvamms-Sturlu) skjóta
Sturlungu-handritin inn nokkurs konar formála; er þar first talað
um, að lijer verða margar sögur samtiða hver annari,
það er lísi viðburðum, sem gerast samtimis, og eru
til-nefndar auk Sturlu sögu, sem óbeinlinis er vitnað i,
Þorláks saga, Prestsaga Guðmundar góða, Saga
Guð-mundar dýra, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar og
ís-lendinga saga Sturlu Þórðadrsonar. Þessar allar sögur
gerast á siðari helmingi 12. aldar og á öndverðri 13. öld
og eru þannig hver annari samtiða, að því er
viðburð-ina snertir. Þá kemur í miðjum formálanum sú
merki-leaa grein, sem P. E. Múller stiður kenning sina við.
Hún er svo i öðru aðalhandriti Sturlungu
(Króks-fjarðarbók):

„Flestar allar sögur, þær er hér hafa gerzt á íslandi,
váru ritaðar, áðr Brandr biskup Sæmundarson andaðist,
en þær sögur, er síðan liafa gerzt, váru lítt ritaðar, áðr

1

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free