- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
209

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HEIÐARVÍGA SAGA

209

Jeg tek til dæmis það, sem Gestr segir, þegar hann
hefur vegið Styr: „Þar launaða ek þér lambit grá" (Styrr
hafði smánað hann með því að bjóða honum grátt
lirút-lamb i föðurbætur). Þetta orðstef er svo einkennilegt, að
það liefur að öllum líkindum filgt sögunni um víg Styrs
frá upphafi, og getur vel verið sannsögulegt, enda er það
almennur talsháttur enn i dag, þó að fæstir viti eða hugsi
um, hvernig á því stendur. Þá er það og einkennilegt, sem
sagan lætur Snorra segja við Þórð litla kausa son sinn,
þegar liann eggjar liann að drepa sveininn litla, son
Þor-steins Gíslasonar: „Sér köttrinn músina? Ungr skal at
ungum vega." Hjer skreitir liöfundur orðstefið með
máls-hætti (Ungr o. s. frv.). Sama kernr firir viðar t. d.: „vera
á vandar veifi" í orðstefi Gisla við Barða, sem jeg áður
drap á, og í orðstefi Eiðs, þegar hann ávítar Gisla: „segja
skal þursi, ef liann sitr nökkviðr við eld" og i svari Gísla
til Eiðs á sama stað:1) „nýsir fjarri, en nær2) sjaldan".
Enn hins vegar er einn stórgalli á sumum af þeim
sam-tölum, sem firir koma í sögunni. Höfundi hættir til að
skjóta athugasemdum frá sjálfum sjer inn i viðtal
per-sónanna. Einna hneixlanlegast er þetta i viðtali þeirra
Þórarins og Barða firir Heiðarvigin, þegar Þórarinn
leggur á ráðin. í þessu lisir það sjer, að sagnalistin er enn
i barndómi.

Um maiinlísingar sögunnar getum vjer ekki dæmt
til lilitar i firri kaflanum, sem að eins er til i inntaki Jóns,
enn þó virðist mega ráða af þvi, að lísingin á Styr og
Gesti, veganda hans, hafi verið einkennilegar og sjálfum
sjer samkvæmar. Líka virðist höfundur hafa haft lag á
að hsa Snorra sem slægvitrum höfðingja —- sama kemur
og fram í fari lians í síðari lilut sögunnar, enn þó ber
þar meira á viturleik Þórarins. Áður hef jeg minst á þann
galla, sem er á lisingu Barða, enn hann er bersínilega
hetjan i síðari kafla sögunnar. Af aukapersónum er
Þuríði, móður Barða, einkennilega list, og sama virðist

1) 58. bls. — 2) Svo ber eflaust að lesa firir „ver", sem Jón
hefur lesið.

14

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0483.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free