- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
230

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

230

UM ÍSLENDINGASÖGUR

gerðar og Ingólfs þáttur í annari röð í Fms. heldur enn
i Flat. í Fms. stendur hann á eftir sögunni um firstu
ástir þeirra Hallfreðar og Kolfinnu Ávaldadóttur, enn i
Flat. á undan þeirri sögu. Bæði að því er snertir efni og
röð Valgerðarþáttarins kemur Flat. lieim við hina
sjer-stöku Hallfreðar sögu (M), og slcildu menn þvi halda, að
sú frásögn væri upphaflegri. Enn svo mun þó ekki vera.
Flat. og hin sjerstaka saga, sem hafa Valgerðarþáttinn
á undan Kolfinnuþættinum, komast einmitt þess vegna i
mótsögn við sjálfa sig. Valgerðarþátturinn endar á því,
að Þorsteinn Ingimundarson kveður upp gjörð, sem
meðal annars gerir Óttar föður Hallfreðar hjeraðsrækan
úr Vatnsdal, svo að hann flitur suður i Norðurárdal. Síðan
láta hæði Flat. og M Kolfinnuþáttinn gerast, sem segir
frá þvi, að Hallfreðr lenti út úr Kolfinnu í illdeilum við
Ávalda föður hennar og Blót-Má og Gris, festarmann
liennar, og í þessum deilum hjálpar Óttarr Hallfreði,
rjett eins og liann ætti þá enn heima i Vatnsdal og væri
ekki fluttur suður, sem áður var sagt. Sá sem hefur
skrifað hina sjerstöku sögu (M), liefur fundið til
þess-arar ósamkvæmni, þvi að hann lileipir inn grein þess
efnis, að Óttarr hafi ekki flutt suður fir enn eftir að
deilur Hallfreðar við þá Ávalda, Má og Grís vóru um
garð gengnar, enn þessi setning stendur ekki í Flat. og
er hersinilega að eins sett inn til að breiða ifir
ósamkvæmn-ina. Fms.-þátturinn er alveg laus við alla þessa
ósam-kvæmni. Þegar vjer berum frásögn Flat. og hinnar
sjer-stöku sögu saman við Vatnsdælu, þá verður ljóst, hvernig
á öllu stendur. Vatnsdæla liefur söguna um knattleikinn,
sem varð til þess, að þau Valgerðr og Ingólfr kintust,
alveg eins og Flat. og M, og er auðsjeð, að þessi tvö
liandrit hafa tekið hana eftir Vatnsdælu. Lika hefur
Vatns-dæla Valgerðarþáttinn á undan frásögninni um ástir
þeirra Ilallfreðar og Kolfinnu, sem hún að visu drepur
aðeins lauslega á; þetta skirir, hvernig á þvi stendur, að
Flat. og M hafa breitt röðinni. Þau filgja að þvi leiti
Vatnsdælu. Enn Fms. bafa geimt hina upphaflegu
Hall-freðar sögu, bæði að þvi er efni og röð snertir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0504.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free