- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
247

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VATNSDÆLA SAGA

247

Imsar missagnir i sögunum benda til, aö þær muni vera
livor annari óháðar, og líklegast þikir mjer, að tilvitnunin
til Hallfreðar sögu sje sett inn í Vatnsdælu af þeim
manni, sem umsteipti sögunni á 14. öldinni.

í 46. kap. segir Vatnsdæla frá liaustboði þvi, er
Ólafr á Haukagili hjelt, þegar Friðrekr biskup vígði
eldana, sem berserkirnir óðu, Haukar tveir, og frá drápi
berserkjanna. Frá sama efni segir Ólafs saga hin langa
i Fms. I 265—6 og Flat. I 269, og er sagan þar tekin eftir
Ólafs sögu Gunnlaugs munks, enn Gunnlaugur vitnar
beint til munnlegs heimildarmanns, Glúms Þorgilssonar,
sem liafi liaft söguna eftir öðrum manni nafngreindum.
Lika segir Kristni saga frá saxna viðburðinum i 2. k.1).
Ef vjer berum hjer saman Vatnsdælu við Ólafs söguna
löngu (Gunnlaugs-textann), þá sjest, að þar eru imsar
missagnir, sem á milli ber,2) og er auðsjeð, að sögurnar
eru hvor annari óháðar, enda vitum vjer um heimild
Gunnlaugs, að það var ekki Vatnsdæla, og hitt er
óhugs-andi vegna missagnanna, að Vatnsdæla liafi haft firir
sjer sögu Gunnlaugs. Aftur á móti kemur frásögn Kristni
sögu í öllu verulega saman við Vatnsdælu, og getur það
varla stafað af öðru enn þvi, að Kristni saga hafi þekt
og notað Vatnsdælu. Það eitt ber á milli, að Vatnsdæla
segir, að Þorkell krafla liafi ekki látið skirast við þetta
tækifæri, heldur ekki firr enn siðar, um það leiti sem
kristni var Iögtekin á íslandi, enn Kristni saga segir, að
Þorkell liafi látið prímsignast þá þegar; liigg jeg, aðKristni
saga hafi vikið þessu við af ásettu ráði,3) þótt það
eðli-legra, að jartein sú, sem biskup gerði, liefði liaft áhrif þá

1) Bisk. I 5—6. bls. — 2) T. d. segir Ólafs saga, að
Haukagils-veislan hafi verið brúðkaupsveisla, og að Þorvaldr viðförli hafi þar
gengið að eiga Vigdísi, dóttur Ólafs að Haukagili. Enn eftir
Vatns-dælu er veislan vanalegt haustboð, og áður hef jeg sint, að eftir
Vatns-dælu var það Þorkell krafla, sem átti Vigdisi dóttur Ólafs að
Hauka-gili, enn ekki Þorvaldr viðförli. Eftir Ólafs sögu deija berserkirnir
af þvi að vaða hinn vigða eld. Enn eftir Vatnsdælu ríður eldraunin
þeim ekki að fullu, heldur eru þeir siðar lamdir lurkum til bana. — 3)
Sbr. ritgerð mina um Ara fróða i Arb. f.n. oldk. og hist. 1893, 310.—
311. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0521.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free