- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
288

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

288

UM ÍSLENDINGASÖGUR

firir oss liggur i handritum, þá er ljóst, að liöfundur
hennar hefur viljað safna saman öllum þeim sögusögnum,
sem liann kunni um Gretti, skreita þær og auka með
ímindunarafli sinu, geta i vonirnar, þar sem sagnirnar
voru óljósar, færa þetta alt i eina sögulieild, gera úr þvi
eina samfelda frásögn, einfalda og óbrotna, enn þó pridda
þvi listaskrauti, sem einkennir góða íslendingasögu. Og
honum hefur tekist þetta furðu vel. Hann er meistari að
segja frá, hefur Iiið fagra sögumál alveg á valdi sínu. Að
eins á stöku stað bregður firir nilegum orðum eða
orða-tiltækjum, sem sina, að sagan er ekki mjög gömul, t. d.
torriat (lild. um taumana, = fljettað, úr selskinni)
beizl k. 54,2; klókliga 58,3; slentr 21,2; kompánn 19,11;
dáruskapr 30,2; ríkr = auðugur 32,4; 70,8; kassi 52,9;
kvinna 65,4; vága (voga) 68,7; fyrir þann skuld (skyld)
92,3; piltr 39,5 og 7 o. s. frv. Hvert eitt af þessum orðum
sannar að visu ekki mikið um aldur sögunnar, þvi að erfitt
er að segja, bve snemma þau liafa komist inn í
íslensk-una, enn öll saman tekin benda þau til, að sagan sje
til-tölulega ung". I niðurlagi sögunnar, Spesarþættinum, þar
scm segir frá þvi, að þau Þorsteinn drómundr og Spes
liafi setst í helgan stein til að bæta firir sindir sinar,
fipast liöfundi i hinum einkennilega islenska sögustil,
og verður þar talsverður klerkakeimur að orðfærinu.
Menn hafa af þvi og öðru viljað ráða, að
Spesarþáttur-inn sje siðar í aukinn af öðrum höfundi. Enn það finst
mjer mjög vafasamt. Efnið gefur sjálft tilefni til þess, að
frásögnin fær annan, klerklegan blæ; als ekki óeðlilegt,
að sami liöfundur lagi orðfæri sitt eftir efninu. Enn
óneitanlega bendir þetta til, að höfundur hafi verið
klerk-lega mentaður maður.

Sagan ber ])að með sjer, að höfundur hennar hefur
verið hinn mesti fróðleiksmaður og þekt fleiri
íslend-ingasögur enn flestir aðrir höfundar Islendingasagna.
Tímatalið i sögunni er oftast i fullu samræmi við hið
almenna islenska timatal, eins og Ari og Sæmundr
böfðu gengið frá því, og höfundur gerir sjer bersinilega
far um að raða viðburðunum nákvæmlega eftir timaröð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0562.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free