- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
37

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

oss nsestu nágrönnum þeirra sje eins og hjá þeim.
feir hafa gjört sjer ósegjanlegt ómak fyrir að
rann-saka tunglið í stórum og listalega gjörðum
sjónfær-um, til þess að leita uppi sams konar hluti eins og
eru á jörðinni, og þeir munu ekki trúa tilveru vorri
fyr en þeim heppnast það. Hvílíkt ofdramb, að
ætla þannig að gjöra hugmyndir sínar og gjörðir að
þeirri fyrirmynd, sem allur heimurinn eigi að líkja
eptir! f>eir spurðu mig ýtarlega hjeðan; en jeg
sagði þeim, að vjér störfuðum að allt öðru en þeir;
en að vjer mundum að öllum líkum hafa knúðzt af
forsjóninni til að gjöra sama og þeir, ef forsjónin
hefði ætlað oss bústað á öðrum eins hnetti og þeirra;
því reyndar er það að eins hin harða nauðsyn, sem
hefur knúð þá til slíkra starfa, sem þeir þykjast svo
mjög af, og sjest það ljóslega af því, að í þeim
lönd-um, þar sem óblíðu náttúrunnar gætir minnaog allt
fer rólega og reglulega fram, þar er miklu minna
kapp lagt á slíka hluti, og sumstaðar eru þeir
öld-ungis vanræktir.

Eitt er samt, sem jeg hef aldrei getað
feng-ið neitt vit í, þrátt fyrir allar fyrirspurnir mínar
og heilabrot. f>eir hafa nefnilega fjölda af hörðum
smáplötum, kringlóttum að lögun, en hvítum eða
rauðum að lit, og á þær eru markaðar ýmsar myndir
með miklum hagleik. f>etta smælki gengur sífelt
hönd frá hendi, ogeropt gefið og þegið með svo
mik-illi viðhöfn og geðshræringu, að þjer getið ekki gjört
yður nokkra hugmynd um það. Aldrei sá jeg neitt
verulegt gjört með plötur þessar, og þó voru fúslega
gefuar fyrir þær hinir dýrmætustu og nytsömustu
hlutir. Yera má, að það heppnist einhverjum, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Oct 18 17:50:13 2024 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free