- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
118

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þú fóstran ung, seni fjöll þig kring,
Hjá frelsi og þjóðheill vaktu,

()g að þér margan Islending
í útlegð sinni taktu —

En spentu lengst þitl fjalla-fang,
Með frosti og jökulstáli,

A móti auðvalds yfirgang’

Og ofsa-trúar báli.

1K’j:í

Eftir frænclkonu mína.

I.

Ef lít eg á hausti yfir grund og garð,

Á gulnað lauf um skógarbarð,

Og akrana stýfða og auða:

Eg finn það er líkn, þó að lund mín sé hljóð,
Að létt er að kveða því erfiljóð
Sem fullþroskað fellur við dauða.

Á leiðið þitt þegar litið mér varð,
í lágum o^’þröngum kirkjugarð’

Sem minti á lífið þitt liðna:

Mín einasta huggun var hugsun sú,

Að höndin þín útslitna hvílist nú,

In sárþreytta, árvakra, iðna.

Þvi hnignun þíns þroska ei haustnótta beið,
Þér hálf-aldra brást hann, á miðri leið —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free