- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
24

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Því reimt er á kvöldin og kynlegt um haust
                i kyrkjugarði óbygða-skógs,
Þar fúinn og stormurinn felt hafa við
                og frostið hvert laufblað, sem óx.
En félagið okkar var mislitað mjög:
                tveir móskotnir, hvor á sinn veg,
Og hinir þrír hvítleitir, engir samt eins —
                einn Íri, einn Frakki og ég.
Og niður í kynblendings-kokunum djúpt
                gekk »Cree«-tungan hjáróma, flá.
Við málfróðu garparnir hengdum vorn haus
                og hlustuðum skilningslaust á.
En líka yfir okkur kom orðgnóttin senn,
                Og Írinn minn dugði þá bezt;
Hann byrjaði hreykinn að hæðast að mér
                — Við höfðum þó naumlega sést; —
Ég skeytti því engu, hann erti mig samt,
                réðst örugt á vegglágan garð,
Unz háðslettu fékk hann, sem hitti’ hann svo vel,
                að hláturinn mót honum varð;
Hann snéri sér undan og þagnaði þá,
                og þar næst sér hallaði lágt
Og o’n á sig breiddi svo brekanið sitt,
                og baðst fyrir auðmjúkt og hátt!
Og eins út úr lúa og leiðindum við
                þar lögðumst um bálið í hring.
En eldblossinn snarkaði um ísloftið grátt
                og espitrén hriktu þar kring.


*



<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free