- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
42

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Ef rólega gætum alt vegið og virt,
                við vitum það hvor fyrir sig,
Að það vóru forlög, sem færðu þig, vin!
                í frakkann, í treyjuna mig.


*



XIV.


Stýrur í augum.



Ég skildi ekki, hvað hafði svift mér úr svefn’
                — og samt hafði eg raknað við snögt,
Svo hlutirnir kringum mig, staður og stund,
                alt stóð fyrir augum mér glögt
Sem hefði eg ei sofnað; en svo varð mér hverft,
                hvert sæti var mannlaust og autt
Og vagninn lá grafkyr; ég gægjast sá inn
                um gluggana dagsljósið rautt.
Í opnaðar vagndyrnar flýjandi fram
                hver farþegi í skelflng sér tróð,
Og saman við klið, sem af steðjandi storm,
                rann sturlunarskvaldur og hljóð.
Ég spratt upp, þó hefði ekki hugmynd um það,
                hver háski þar sæist á ferð.
— Þú skuggann á dyrunum getur ei greint
                unz gest þinn í ljósmáli sérð.
Ég hljóp upp í framdyrnar, þar var svo þröngt
                í þvögu eins og alt hefði klemst.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free