- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
63

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þvi hitt er svo stælt fyrir liðfúsa lund,

Sem landsfórn að hlossa upp örskamma stund,
Að hniga sem kempan með hjörinn í mund,
Sem herskildi ver sína grund.

IJvi þó að þú sökkvir, þá siglir það orð:

Að sækóngur stórlátur gekk fyrir borð,

Sem norður á hafsbrún tók strandhögg frá storð,
Við stormsins og ísanna morð.

II.

I drápsveðra ofsa gekk ægir á lönd,

Svo ekkju-bær drúpir og mannsköðuð strönd.
Við ágangi hafalda reisti ei rönd
In röskasta sjóvíkings hönd.

Þær báru upp andvana útverði lands,

Þær ishafsins valkyrjur: straum-gjalpa fans.

Á brimhvítum skjöldum af skipsþiljum manns
Þær skiluðu valköstum hans.

Við göngum með byrðarnar — þungfærir þó —
Af því sem við björguðum heim undan sjó,

Að læsa það inn i þá rambygðu ró
Þar rastirnar festa ei kló
–Frá lágarði, skerjum og lón-dranga nöf
I likfylgd slæst stormur með andþrengsla köf,
()g brimgnýr við strönd fellur hingað um höf
Sem helreiðar dynur að gröf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free