- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
118

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En til þess valdboð stæði rétt i stafni
Hver stjórnarglæpur framdist i hans nafni.

Hann fæddist landsins forsjón. — Höll og hreysi
Mat hallkvæmt það, sem skapi sjálfs ’ans hæfði.
Og flest hans grimd var veila og viljaleysi
Þess vits og hjarta, er uppfóstrunin kæfði.

Þó tilhneiging hans girntist ei hið illa,

Hans innra lif var ræktuð sannleiks-villa.

Hann sat því djúpt i sekt um öll þau firni
Af sorg og kvöl um viðar landsins bygðir.

Hans sess var hróksvald allrar eigingirni
Sem okraði með lífsnauðsvn og dygðir
Hans þjáða lýðs — svo vilmálg til að veiða’ hann,
Jafn viðbúin að mvrða hann og leiða’ hann.

()g þetta rikisráð, sem stjórn hans prýddi,

— Svo ranglátt stundum — var þó landsins blómi.
Og vald þess, sem ’ann hræddist en þó hlýddi,
Var höfuð fólksins, konungdómsins sómi!

Ef alt i flokk þeim ekki var sem trúast,

Hjá örmum skríl við hverju var að búast?

III.

(>11 stofu-skrautverk glóðu en ekki glöddu,

Sem grafhvolf Faraós hugur manns þar eygði.

— Og ráðherrarnir biðu, komu, kvöddu
Og kurteisin sig drembilega hneigði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0122.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free