- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
160

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sé á þína sólu runnin bleikja,

Sí-heiðskír er brún þíns lofts og sjós,
Tungl og stjörnur stafa fjall og ós.
Vetrar-nóttin nam af þér, að kveikja
Norðurljós.

Það er títt, að haust-blómkrónur hrumar
Hafa lifað æsku sína á þér,

Ellifrjór, sem umhugsun þín hver
Ofist liafi inn í næsta sumar,

Október.

Fengi eg síðast sumar-langt að vinna.
Sérhvert dagsverk þegar framselt er:
Hinztu örlög mættu mér, á þér —

Stíla eindag æfi-skulda minna,

Október.

1911

Staddur viö kosninga-fagnað.

Þröng er króin, kálfur minn,
Knosið lengd þín hæpast,
Fremur stirður fótur þinn,

Fær til leika tæpast.

Hoppar við, sem væri það
Viðfelt húsakynni —

Mér er næstum yndi að
áAiægjunni þinni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free