- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
240

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Eg er lýösins leiðbeinandi
Lista-skygnan, rannsakandi,
Sjáandinn um teig og tún,

Skynjun alls, sem skáld þið kallið —
Oft mig brestur aflið samt.

Upp í brekku kemst eg skamt,
Murra nið’r í miðjum hlíöum.
Annað veifiö oftek mig,

Alt mitt geifl er moldar-bikið!

Út úr fylgsni, kima, krók
Sópaði upp alla rúst og rykið
Ljósinu varð ei læst á bók!

Fjallið verð í fleiri hviðum
Fara, og á mörgum hliðum.

Það snýr hvergi að áttum eins.

— Einhliða er þúfan bara —

Hér er um hvamm og foss að fara,
Þúsund leyni lyngs og steins.”

Upp að vöxnu víðsýninu
Veifaði eg til hans hendi minni:

Far þú vel! Og vingan mesta
Eyddi jafnvel eftirsjá!

Þegar ið versta varð ið bezta —

Eg, sem ligg við lágan völlinn,

Læt mér koma í sama staö,

Hlusta, bíð og brosi að,

Hvort að trú þín flytur fjöllin —
Fundið geturðu á því skil,

Svona varð að verða til
Fjallið sjálft. Og svona gerður

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0246.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free