- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
63

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

63

líklega talið það svo kunnugt Norðmönnum, að honum

hefir eigi þótt þess þurfa.1

Á 12. öld var Giraldus Cambrensis (Gerald de Barry)

uppi á Englandi; hann hefir ritað bók, sem heitir »Topo-

graphia Hiberniæ«, og getur þar íslands. Giraldus Cam-

brensis fæddist 1146 i Wales, en dvaldi fyrri hluta æfi

siunar á Frakklandi, varð háskólakennari í París og síð-

an biskup og fékk mikil völd. G. de Barry var mjög

mælskur maður, metorðagjarn og ráðríkur; hann var opt

með Hinriki öðrum Engla konungi (1154—1189), og var

seinna aðstoðarmaður Jóhanns landlausa og ferðaðist með

honum til Irlands; þar safnaði hann efninu 1 bók sína

um Irland. Þegar bókin var búin, las hann hana í heyr-

anda hljóði i Oxforð í þrjá daga fyrir mörgum tignum

mönnum og hélt höfðingjunum, sem hlustuðu á hann,

stórveizlur á milli. Þótti mönnum nóg um kynjasögurn-

ar sumar, og honum var jafnvel borið á brýn, að hann

hefði eytt gömlum annálum, til þess að gjöra bók sína

þýðingarmeiri. Arið 1188 ferðaðist G. de Barry með erki-

biskupinum af Kantaraborg um England til þess að pré-

dika krossferð og lét sjálfur krossast, en páfinn leysti

hann seinna frá heitinu. Giraldus tók mjög mikinn þátt

í stjórnardeilum og óeirðum, og gekk því upp og niður

fyrir honum; þóttist hann ná miklu minni metorðum en

hann ættiskilið; hann settist að í Lincoln 1192 og fékkst

við ritstörf, og var spakari seinni hluta æfi sinnar; hann

var enn á lífi 1220, en ekki vita menn með vissu, nær

hann dó, sumir segja 1223. Gerald de Barry segir svo frá

Islandi: »Island er stærst af hinum norrænu eyjum og

/

liggur þriggja daga sigling í norður frá Irlandi; þar
býr stuttorð og sannorð þjóð. Hún talar sjaldan og stutt,
og brúkar enga svardaga; hún kann ekki að ljúga, því
ekkert er þar meira fyrirlitið en lygi. Hjá þessari þjóð
er sami maðurinn konungur og prestur, foringi og klerk-

2) Theodorici monaclii historia de antiquitate regum
Norwag-ensium. G. Storm: Monumenta historica Norvegiæ. Kristiania
1880. 8vo (bls. VII-VIII, 8, 6, 8, 19).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Jul 3 21:26:42 2016 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free