- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
114

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

114

Ey.jar kringum Island.

arbotninn er sokkið land, sem vatnar yfir, svo ásar og holt
standa upp úr, Mýra- og Borgarfjarðarundiriendin mundu
verða alveg eins, ef þau gengi i sjó, úr holtunum mundi þar
skapast urmull af e^-jum og skerjum.

Allar eyjar kringum Island standa á
grunnsævispallin-um og eru tlestar nærri landi á tiltöluiega grunnum sæ.
Bergtegundir eyjanna eru vanalega hinar sömu eins og i
þeim landshlutum, sem eru þeim næstir, þær sem liggja út
af blágrýtisströndum eru úr blágrýti, hinar, sem eru út af
móbergshéruðum. eru úr móbergi. Hinar hærri eyjar og
stapar eru eftirstöðvar af sundurbrotnum strandafjöllum og
hinar iægri eyjar munu oft vera leifar af fornum
brimhjöll-um eða strandflötum, sem sjórinn hefir brotið (Andey hjá
Skrúð, Flatey á Skjálfanda). Kolbeinsey er langlengst frá
landi, 14 milur norður af Siglunesi, hún stendur þó á anga
úr grunnsævisfietinum, sem skerst neðansævar langt norður
i Ishaf; klettur þessi er þvi partur af Islandi, þó hann sé
fjarlægur; kringum Kolbeinsey er 120—130 faðma dýpi.
Grimsey er miklu nær landi, rúmar 5 miiur norður af Gjögri
við Eyjafjörð, hún er lika á grunnsævispallinum og viðast
aðeins 20—30 faðma dýpi kringum hana. Báðar eru þessar
yztu eyjar úr blágrýti af sama tagi eins og á meginlandi og
hafa efiaust einhverntima á fyrri jarðartimabilum verið
áfastar við Island. x4.1iar blágrýtiseyjar virðast einhvern
tima liafa verið landfastar og lika sumar móbergseyjar. en
nokkrar þeirra hafa iiklega sjálfstæðan uppruna og eru
mynd-aðar af eldgosum á mararbotni. einsog t. d. sumar af Eldeyjum
og iikiega Yestmannaeyjar, þó ekki sé til full vissa fyrir þvi.
Ut af Heykjanesi hafa smáeyjar myndast hvað eftir annað
svo sögur fara af, en iiestar hafa horfið jafnóðum, öldurnar
hafa brotið niður vikurhrúgurnar og dreift þeim. Arið 1211
er sagt að Sörli Kolsson hafi funclið Eldeyjar hinar nýju,
en hinar voru horfnar, er alla æfi höfðu áður staðið; þá er

r

þess getið, að 1285 hafi land funclist vestur undan Islandi,
og 1422 segja annálar, að eldur hafi komið úr hafi i
út-suður undan Reykjanesi, og skaut þar landi upp, »sem sjá
má siðan«. I maimánuði 1783 kom reykjarmökkur úr hafi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0128.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free