- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
325

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Héraðsvötn.

325

r

staðar hjarnskaíiar og jök]ar. Ut í Skagafjörð rennur til
vesturs Kolbeinsá (Kolka) i Kolkuós, hún er vatnsmikil
og dálitið jökullit, hún myndast af ám úr Hjaltadal og
Kol-beinsdal. Norðar eru Grafará úr Deildardal og Hofsá
úr Unaðsdal, eru báðar vatnsmiklar og hafa aðrensli úr
jökulfönnum á fjallahryggjum milli dalanna; af þessum þrem
ám taka verzlunarstaðirnir á þessari strönd nafn sitt (Kolkuós,
Grafarós og Hofsós). I Fljótum falla tvær ár norður,
Flóka-dalsá, sem rennur gegnum tvö vötn (Flókadalsvatn og
Hólmsvatn), og Fljótaá, sem rennur til sævar gegnum
Miklavatn. hún myndast af tveim ám Stif luá og Tunguá,
er lika renna gegnum vötn, sem girt eru miklum melhólum.
Austan á skaganum rennur Svarfaðardalsá til
Eyja-fjarðar, beint á móti Hrisey fyrh- innan Upsaströnd, hún er
æði vatnsmikil þó hún sé ekki löng, en aðrensli er mikið
að henni úr liáum fjöllum, og i leysingum á vorin kemur
stundum i hana ákafur vöxtur eða hlaup; i hana rennur
Skiðadalsá að sunnan. Svarfaðardalsá er að neðan djúp
og lygn, og gæti þar oft verið fær bátum, ef hægt væri að
komast upp i ósinn.

Hörgá fellur i Eyjafjörð innarlega að vestanverðu,
hún er allvatnsmikil, sprettur upp á Hörgárdalsheiði og
rennur til norðausturs eftir Hörgárdal, hún fær ofarlega
aðrensli undan smájöklum um Myrkárdal og Barkárdal, og
er rúmar 5 milur á lengd, en sjö milur, ef talið er frá
upp-tökum Öxnadalsár, sem í hana fellur þar sem hinn efri
Hörgárdalur og Öxnadalur mætast Öxnadalsá kemur
ofan af Öxnadalsheiði og rennur i hana Þverá og ýmsar
aðrar smáár. Bægisá rennur um brattan gljúfradal undan
Vindheimajökli niður i Hörgá; allar eru ár þessar nú
brú-aöar. Yið mynni Hörgár að sunnanverðu eru Gæsir (Gásir),
þar var mikil verzlun og skipakoma i fornöld og alt fram
á 15. öld, og sjást þar margar búðatóftir. Leirur og grunn
hafa myndast út af ánni (Toppeyrargrunn), en skáhalt utar
að austanverðu i firðinum er Laufásgrunn út af Fnjóská, og

r

er mjór áll á milli. A Oddeyri rennur Glerá i E}rjafjörð,
hún rennur bratt og hefir aðrensli úr háum fjöllum beggja

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0339.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free