- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
124

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

124

EldfjölL.

landuámstíð. Yestan til i hraununum eru vmsar stórar gjár,
og heitir ein þeirra Gullkistugjá.

Yestan við móbergshjalla þá, sem ganga norðaustur
undan Sveifluhálsi. eru fjölda margir gigir i röðum, þar heita
Undirhliðar, hafa stórar hraunbreiður komið frá gigum
þessum og eru liklega þaðan komin að miklu leyti hin
gömlu hraun, er kölluð eru Almenningur. þau ná frá
Hvaleyri suður á Vatnsleysuströnd. Frá miðgigunum við
Undirhliðar og frá gígum við Helgafell hefur
Kapellu-hraun runnið ofan á hinum eldri hraunum. Hraun þetta
hefir liklega brunnið á söguöldinni, þvi i annálum er það
kallað »nvja hraun«, enda er það hátt og gróðrarlítið
apal-hraun; gigirnir eru smáir og hrúgaðir upp af hraunklessum,
einn þeh’ra, sem er 70 feta hár. er svo’ brattur, að hallinn
er 45°. Til suðvesturs frá Undirhliðum eru Máfahliðar,
þar eru sundurtættir smágigh’ og hafa apalkvislir úr þeim
runnið saman við Afstapahraun.

Suðvestur frá Máfahliðum. i endanum á Núphliðarhálsi,
er eldfjallið Trölladyngja (1269’) og skilst frá hálsinum
af lægð með grafningum. sem heita Sog. A Trölladyngju
eru tveir hnúkar úr móbergi, hinn eystri breiðm’ um sig og
kollóttur, en hinn vestari hvass og miklu brattari1); djúp
rauf er á milli hnúkanna norður úr. Norður af eystri
hnúkn-um gengur langur rani, og úr honum hafa mestu gosin
orðið; utan i röndinni á rananum vestanverðum er röð af
stórum gígum. Hefir raninn klofnað að endilöngu og
gig-irnir m^mdast i sprungunni; sést sprungan sumstaðar i
mó-berginu og hallast hraunhrúgur giganna upp að eystri vegg
hennar. Tveir svðstu gígirnir eru langstærstir, hinn syðsti
236 fet á hæð yfir hraunið fyrir vestan, og hallast 34°, en
úr þvi taka við margsamtvinnaðir gigir norður úr, milli 20
og 30 að tölu. Yestur af gigaröðinni er snarbratt og hefir
hraunið fallið niður í samanhangandi fossi, fyrst úr
sprung-unni og svo úr gígunum, er þeir voru m^mdaðir. Hraunið
liefir verið svo seigt og runnið svo hægt úr sumum af minni

’) l’essir einkennilegu hnúkar sjást glögt frá Reykjavík.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0136.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free