- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
175

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mývatnsöræfi.

175

suður undan henni, en hvass móbergstindur (Kerling) stendur
upp úr sjálfri bungunni; dyngja þessi er enn ókönnuð,
þaðan hafa runnið mikil hraun niður í Utbruna, einkum
suðvestan við Hvammsfjöll. Norður af Kerlingardyngju er
önnur svipuð dyngja, sem heitir Ketildyngja, ennþá
flatvaxnari (1—2°), efst á henni er mjög stór gigur
upp-hækkaður, sem heitir Ketill, en ekki bolli niður i sjálfa
bunguna einsog vant er að vera á slikum hraundyngjum
Ketill er aflangur, sporöskjumyndaður gigur, 670 faðmar á
lengd og 300 faðmar á breidd, 240 fet á hæð og 286 fet á
dýpt. Eftir að gos hættu hafa brennisteinsgufur brotist út
um hliðar gígsins og botn hans, og er jarðvegur allur
sundur-soðinn af heitum gufum og hraun og móberg orðið að
mis-litum leir og leirgraut með brennisteinsskellum og þúfum
innanum. I hliðum Ketils var brennisteinsnám mikið til
forna, og voru hér kallaðar Fremri Námur. Rétt norður
af Katli er annar stór gigur og líka námur víð hatin. Norður
af Katli standa tvö skörðótt móbergsfell upp úr hrauninu,
en þá taka við tvær litlar hraunbungur, sunnan við
Búr-fellsfjallgarð og Skógamannafjöll. Svæðið milli
Herðu-breiðarfjalla að austan og Kerlingar og Ketils að vestan er
ákafiega sundursprungið, þar er fult af hyldýpis gjám og
eru sumar hrikalega stórar og afarlangar.

Norður af Skógamannafjöllum er gömul gígaröð, sem
heitir Kræðuborgir, norður af þeim hefir landræma sokkið,
40—50 fet, milli Eystri- og Vestribrekku, hún er að sögn
tvær milur á lengd og fjórðungur milu á breidd.
Norð-austur af Skógamannafjöllum eru þrjár gígaraðir
Rauðu-borgir, Sveinar og Sveinagjárgígir, sem gusu 1875; allar
þessur gígaraðir hafa spúið miklum hraunum, sem taka yfir
Mývatnsöræfi; jörð er hér sigin og sundurkubbuð af gjám,
sem fiestar stefna beint suður á Dyngjufjöll. Austur undir
Jökulsá er stór gamall gigur, sem heitir Hrossaborg og
suður af henni er sigin landræma, sem heitir Fjallagjá.
Mývatnsöræfi hallast smámsaman norður og er hæð þeirra
yfir sjó 11 —1600 fet; alt þetta svæði er þakið gömlurn
liellu-hraunum með miklum hraunreipum, roksandur er viða ofan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free