- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
262

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

262

r

Islenzkar bergtegundir.

gyltir teningar af brennisteinskisi, og halda ófróðir menn
að það sé gull, og eru örnefni sumstaðar kend við það.

Náskyld lípariti er bergtegund sú, sem heitir granophyr,
hún er mikið sjaldgæfari, finst helzt i Breiðdal, i Lóni og
við Hornafjörð, ennfremur við Kröflu og hjá Máfahlið á
Snæfellsnesi. Granophyr er stórkornótt bergtegund, oftast
bleikrauð, mjög svipuð graniti eða syeniti að efni og útliti.
Hrafntinna (obsidian) er náskyld lipariti eða nokkurskonar
glerkend ummyndun af þesskonar grjóti, oi’ðin til við
snögga storknun; hún er oftast kolsvört og allhörð og hefh’
glergljáa og bárubrot og brotnar i flisar, sem eru beittar
einsog rakhnifur; bergtegund þessi likist oft svörtu eða
dökkgrænu flöskugleri; vanalega er engin samsetning
sýni-leg með berum augum; stundum sjást þó hvitir dilar i
svartri hrafntinnu eða kúlumyndaðir blettir með
steingeisl-um (porfyritisk og sphærolithisk hrafntinna). Hrafntinna er
algeng á Islandi, þar sem líparitmyndanir eru, en mest er
af henni i Hrafntinnuhrygg, nærri Kröflu, og i
hrafntinnu-hraunum þeim við Torfajökul og Landmanna-afrótt, sem
fyr hefir verið lýst (II, bls. 105—108); þar eru mörg afbrigði
hrafntinnu og tilbreytingar i vikur og liparít. Biksteinn er
likur hrafntinnu að ýmsu leyti, þekkist frá henni á fitugljáa,
en hrafntinnan hefir glergljáa; biksteinninn er oftast
svart-grænn á lit, en þó stundum móleitur, gulleitur, rauðleitur
eða svartur. f*að er algengt að alþýðumenn halda að
bik-steinslög séu steinkol. Eitt afbrigði liparitsteina er kallað
perlusteinn (perlit), glergljáandi, gráblár á lit, oftast i kúliun
eða kornum. Biksteinar og perlusteinar eru mjög oft
marg-tvinnaðir i æðum og rákum, kvislaðir iim liparíthamra.
Vikur hefir myndast úr lípariti, eins og gjallfroðan á
blá-grýti, af vatnsgufum, sem hafa blásið upp bergtegundina.
Liparít-vikurinn er hvitur eða gulleitur á lit og stundum
silfurgljáandi, mjög léttur og flýtur á vatni; sjást enn viða

• « r

fram með ströndu rastir af vikri úr Oskjugosinu 1875. I
Hrafntinnuhrauni og viðar má sjá milliliði milli vikurs og
hrafntinnu; sami steinninn er oft öðrumegin hörð, kolsvört
hrafntinna, hinumegin ljósgrár og gljúpur vikur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0274.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free