- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
395

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jurtaríkið.

395

eftir eru. aðallega björk, sem einna lengst nær norður á við
af öllum skógartrjám. Sumar jurtategundir, sem ekki vaxa
annarstaðar en i heimskautslöndum og á háfjöllum, eru
al-gengar um alt Island og einkenna víða gróðrarfarið, t. d.
rjúpnalyng, geldingalauf, ljónslappi o. fi. Yfirleitt er
heim-skauts- og háfjallabragur á jurtagróðri Islands, en þess
verður að geta, að gróður norrænna landa er i ílestum
greinum skyldur og svipaður heimskautsgróðri af þvi
lifs-skilyrðin eru svo lik. Nærri allar jurtategundir á Islandi
vaxa einnig á Norðurlöndum og meir en helmingur þeirra
á Grænlandi. Engar jurtategundir eru sérstaklegar fyrir
Island eða alíslenzkar, jurtagróðurinn er allur útlendur. A
mörgum úthafseyjum er fjöldi einkennilegra tegunda og
sérstaklegra fyrir þá ey, sem hvergi er til annarstaðar, en
svo er ekki á Islandi. Pað er svo stutt síðan Island
losn-aði úr klakadróma isaldarinnar að ekki hefir verið nægur
tími til þess að nvjar tegundir hafi getað myndast, ekkert
annað hefir orðið til en smávegis afbrigði, sérstaklega i
þeim kynfiokkum, sem kunnir eru að miklum breytileika.

Samkvæmt sniði þessarar bókar og eftir stærð hennar er hér
aðeins hægt að rita stutt ágrip um jurtagróður landsins. en til þess
að bæta úr, vísa eg neðanmáls til alls hins helsta, sem ritað hetir
verið um grasaríki Islands á seinni árum; þeir sem nánari fræðslu
vilja fá geta leitað þangað. Jurtagróður Islands hefir verið rækilegar
rannsakaður en hin náttáruríkin og allmikið hefir verið ritað um
grasafræði á íslenzku. Aðalritið um íslenzka grasafræði er „Flóra
Is-lands" eftir Stefán Stefánsson, Kmh. 1901; um almenna grasafræði:
Bygging og líf plantna, eftir Helga Jónsson, Kmh. 1907. Allmargir
íslenzkir jurtalistar hafa verið prentaðir og eru þessir helztir um
hinar æðri jurtir: W. Lauder Lindsay: Flora of Iceland. (New
Philo-sophical Journal, Nevv Series, Edinburgh, July 1861; 40 bls., 8°). C. C.
Babington: A Revision of the Flora of Iceland. (The Journal of the
Linnean Society, Vol. XI, London 1871, bls. 282—348). Chr. Grönlund:
Bidrag til Oplysning om Islands Flora. Höjere Kjyptogarner og
Fa-nerogamer. (Botanisk Tidsskrift 2. Række IV. 1874, bls. 36-85). Chr.
Grönlund: Islands Flora, Kbhavn 1881. Chr. Grönlund: Afsluttende
Bidrag tii Oplysning om Islands Flora. (Bot. Tidsskr. XIV, 1885, bls.
159—217). H. F. G. Strömfelt: Islands kárlváxter. (Öfversikt af Kgl.
Vetensk. Akad. Förhandlingar, Stockholm 1884, bls. 79-124). E.
Ro-strup. Bidrag til Islands Flora. (Bot. Tidsskrift XVI, 1888, bls. 168

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0407.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free