- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
171

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mór

171

inn á 10 aura.1) en fyrir það er maður litlu nær, úr þvi
ekki er vist hvað áttfeðmingur er að rúmtaki.

•Menn hafa víðsvegar um Island langt fram eftir
öld-um mikið notað mótök sin, það sést bæði af fjölda
forn-bréfa og af liinum mörgu fornu. grasgrónu mógröfum, sem
víða sjást; en á 17. og 18. öld mun hafa dregið mjög úr
þessu bjargræði einsog öðru. svo flestir notuðu einungis
sauðatað og klining til eldsneytis. Hinn 8. april 1782 hót
þó stjórnin verðlaunum, þeim er findu góð mótök, og hvatti
menn til móskurðar, svo áburður ekki eyddist.2) fessu var
þó litið sint. Á fyrsta fjórðungi 19. aldar var enginn mór
tekinn i Eyjafirði, nema á Akureyri, var fólk leigt þar til
móskurðar, og fókk fullgildur karlmaður 48 sk. (1 kr.) i
kaup, en kvennmaður 32 sk. á dag og ekkert fæði.3) Arið
1914 voru i Eyjafjarðarsýslu (utan Akureyrar) teknir 20850

r

hestar af mó. A sóknalýsingum sést, að menn langt fram
eftir 19. öld litið stunduðu móskurð til sveita.4) Tómás
Sæ-mundsson segir 1839 að fráteknum fáeinum sveitum við
sjáfarsiðu og kaupstaði sé ekki öðru brent en kúamykju og
sauðataði, og til jafnaðar um alt land mundi varla einum
móhesti brent móti 9 af mykju.5) Yið Reykjavik var á
seinni hluta 19. aldar mjög mikið tekið af mó, náðu
mó-grafirnar yfir mikið svæði, var þar fjörugt þjóðlíf við
mó-skurðinn, og lifðu margar fjölskyldur á að taka upp mó,
flytja hann og selja bæjarbúum. A haustin var
aðkomend-um starsýnt á liinar endalausu hersveitir af móhraukum við
lioltabörðin og hina mörgu búreyki frá matseldi vinnulýðs-

’) Dipl. isl. IX, bls. 347.

2) Lögþingisbók 1782, bls. 13. Görnul Félagsrit II, bls. 270.

«) Norðlingur IV, 1879, bls. 228.

*) í lj’sing Saurbæjarþinga 1842 er sagt, að mótak muni vera á
flestum bæjum, en það sé óviða notað. I Sauðaness sóknarlýsingu 1875
er sagt, að sauðatað og rekaviður sé alment eldsneyti, en mór sé að
eins tekinn á 2 bæjum. o. s. frv.

5) Fjölnir V, bls. 44, 46. Sbr. Búnaðarrit búss- og
bústjórnarfé-lagsins I, 1, bls. 187—188. Á þeim árum var þiljubátur notaður á
Faxaflóa til móflutninga (Fjölnir I, bls. 67).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0189.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free