- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
180

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

180

Beitarlönd

eru til, smáir og stórir; fjárbyrgiblaðin úr grjóti voru
og algeng urn alt land, sumstaðar nærri bæjum voru
gjafa-réttir eða gjafahringir, þar voru engar jötur eða garðar, en
fénu gefið á gaddi. Um almenna fjárhirðingu mun siðar
nákvæmlega getið i kaflanum um sauðfjárrækt.

Gróðurinn á beitarlöndum Tslands hefir viða orðið fyrir
skemdum, bæði af völdum manna og náttúrunnar; eldgos,
jökulár og roksandur hefir sumstaðar spilt miklum
haglönd-um, en eyðing skóganna hefir þó víða valdið meiri
skemd-um, og sumstaðar hefir melrif, lyngrif og víðirrif spilt
hög-um og jafnvel eyðilagt margar jarðir. I sumum sveitum,
þar sem eldiviðarlitið er, t. d. á Reykjanesskaga. hefir
lyng-rif gjört mikið tjón, og sumstaðar hefir hris og lyng verið
rifið til vetrarfóðurs fyrir peninginn. Einnig hefir
óskyn-samleg vetrarbeit sumstaðar skemt skóga og liaga, svo þeir
hafa aldrei borið þess bætur. Líklega hafa lög 30. júlí 1909
um meðferð skóga og kjarrs, friðun á lyngi o. fi.2) haft
ein–hver betrandi áhrif sumstaðar. Fornmenn unnu, sem
kunn-ugt er. kappsamlega að því að eyða skógum og kjarri og
voru á 13. öld að mestu leyti búuir að rjja landið; þeir
lögðust lika á lyng og viði. og illdeilur og vígaferli urðu
jafnvel út úr víðirrifi á fjalli eins og öðru.3) Sumstaðar
hefir melgrasið verið rifið upp og notað í meljur, eins og
t. d. i Selvogi, svo þar hafa e}Tðst og skemst margar
jarð-ir.4) Pó nú mikið hafi skemst af beitilöndum, þá er það þó
líka vist, að stórir landfiákar hafa orðið örfoka og gróið
upp aftur, mætti færa til þess mörg dæmi viðsvegar frá
heiðum og öræfum.5) nj brunahraun hafa gróið upp (Skaft-

r) Magnús Ketilsson lýsir slikum fjárbyrgjum i »Sauðfjárliiröing«
bls. 55—58. Sbr. F. W. Hastfer: Hugleiðingar o. s. frv. bls. 38.

s) Stjórnartiðindi 1909, bls. 262-265.

3) Sturlunga, Rvik. II, bls. 8.

4) Ferðabók P. Th. I, bls. 140.

5) Olafur Stephensen heldur því fram, að sauðataðið hafi mikla
þýðingu fyrir beitarlöndin; hann segir, að úthagar hafi sumstaðar
blás-ið upp á árunum 1760—80, meðan fjárpestin gekk, af því fé var þá svo
fátt, að það ekki taddi beitarlöndin nægilega (Gl. Félagsrit Y, bls. 88).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free