- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
43

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

svo eg er hennar eins og hún er mín,
og ekkert vantar, nema leita þín
og vígslu fá; en hvernig, hvar og nær
eg hana fann og tryggð mèr seldi mær,
eg greini síðar. Efi nú okkar hag,
og okkar hjúskap láttu byrja’ í dag.

Lár.: Ó, Fransiskus! Ó, hverflynt hugarfar!
er hún nú gleymd, sem áðan kær þèr var,
hún Rósalína? Eldar ástarvarminn
nú augu sveina’, og hitar ekki barminn?
Ó, himnadrottning! — Hafðirðu ekki pínu
og hugarsturlun vegna Rósalínu?
og til hvers átti sútar-sjór þinn nú
að salta ást, sem burtu kastar þú?
Sjá, enn á þínum hvarmi finn eg far
af fölvu tári, sem þar áðan var;
því nær sem þú varst þú og pínan pína,
var pínu þeirrar orsök Rósalína.
Og þú ert breyttur!—mátt því segja senn:
ei synd er kvenna fall, ef hrasa menn.

Róm.: Þú reiddist minni ást á Rósalínu.

Lár.: Eg reiddist að eins þinni sorgarpínu.

Róm.: Þú baðst mig opt þá ást að reka frá mèr.

Lár.: En ei til þess, að vekja nýja hjá þèr.

Róm.: Ámæl mèr ei, því ástmey þessi geldur
mèr ást mót ást, og jafn er hennar eldur,
en hinnar ei.

Lár.: Hún var í engnm vafa
þú værir barn og kynnir vart að stafa
í ástarbók. — En fylg mèr, fuglinn minn,
eg finn þó rètt að styðja viljann þinn;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free