- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
16

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

í>egar reykjavík

safn v

inni. 1 rauninni var tugthús þetta aðallega
prælkunar-hús eða letigarður, — það sem Danir kalla
«Tvangs-arbejdsanstalt«, enda upphaflega sett á fót til þess að
geyma flakkaralýð og flækinga, sem ekki nenti að vinna,
en fór um sveitir iðjulaus og betlandi, og var orðið
sannkölluð landplága um miðbik 18. aldar. Skúli
land-fógeti Magnússon mun hafa verið fyrsti hvatamaður að
því, að tugthúsið var sett á stofn1). Tillaga hans var sú,
að konungseignin Þingeyraklaustur væri lögð til
tugt-hússtofnunar og varð niðurstaðan að lokum, að
stjórn-in gaf samþykki sitt til, að tekjur Þingeyraklausturs
og Arnarhóllinn skyldi lagt tugthúsinu til reksturs,
þangað til því hefði vaxið svo fiskur um hrygg, að það
gæti sjálft kostað rekstur sinn. Glæpamenn skyldu ekki
látnir taka þar út refsingu, heldur skyldi senda þá á
Tugt- og Rasphúsið i Kaupmannahöfn. En til geymslu
voru glæpamenn einatf sendir þangað, meðan þeir biðu
dóms eða eftir að dómur hafði verið kveðinn upp,
þangað til ferð féll til útlanda. Einatt virðist tugthúsið
hafa verið notað meðfram sem ómagaframfærslu-stofnun,
ósjálfbjarga og húsviltum fjölskyldum verið holað þar
niður i bili. T. d. búa þar ekki færri en fjórar slikar
fjölskyldur það ár, sem hér ræðir um, en þess er þá
lika að gæta, að limirnir voru þá með langfæsta móti,
einir fjórir. Flestir munu þeir hafa orðið 40. Fyrir kom
það og, að útlendingum, sem hingað voru sendir af
stjórninni, var, er hingað kom, fengin ibúð i tugthúsinu.
Þar höfðu t. a. m. landsnefndarmennirnir (þeir Andreas
Holt etazráð, Þorkell Fjeldsted Jónsson lögmaður, Tómas
Windekilde kancelliráð og Eyjólfur Jónsonius skrifari
þeirra) bækistöðu sina, meðan þeir dvöldust hér syðra.
Þangað var strandmælingamönnum og erlendum
iðn-aðarmönnum (t. d. dómkirkjusmiðunum) visað til
gist-ingar. Meira að segja átti sjálfur stiftamtmaðurinn,
Friðrik greifi af Trampe, ekki i annað hús að venda
fyrsta veturinn, sem hann dvaldist hér, en tugthúsið.

1) Sbr. Lovsamling for Island, III, bls. 182 og síðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free