- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
11

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

11

verið allra manna hraustastir og konurnar allra
kvenna fríðastar, og ætíð hefði farið af þeim
skáldlegar sögur. Ekki vissi hann, hvort
greifinn ætti börn; en hann hefði verið þríkvæntur,
og hefði mist konur sínar.

Eg fór til gistihússins og bjóst á stað.
Veitingakonan kom til min, og virtist henni
vera mikið niðri fyrir:

„Með alvöru, ætlið þér að fara?“ sagði hún.
Hún var svo æst, að hún hafði alveg gleymt
því litla sem hún kunni i þýzku, og
rausaði ósköpin öll, sem eg skyldi ekkert orð i.
Þegar eg sagði henni að eg yrði að fara, því
eg ætti að lúka áríðandi erindum, starði hún
fyrst þegjandi á mig og segir svo hátíðlega:
„Þér vitið þá ekki hvaða dagur er í dag".
Eg sagði eins og satt var, að það væri 4. maí.
Þá hristi hún höfuðið og sagði:

„Já, það veit eg líka, en vitið þér hvaða
dagur það er“.

Eg varð að segja henni að eg vissi ekki við
hvað hún ætti.

Hón svaraði mér með ákafa og sagði:
„En hvaðan úr heiminum eruð þér, vesalings
ungi maður, að þér vitið ekki, að það er
aðfaranótt Georgsmessu í nótt og að þá leika allar illar
vættir lausum hala“ — og nú signdi hún sig.
„Vitið þér hvort þér eigið að fara og í hvað
þér kunnið að rata þar? Trúið gamalli konu,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0017.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free