- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
12

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

12

sem vill yður vel. Frestíð ferðinni til
morguns; það er synd að freista guðs og fleygja
sér sjálfum í glötunina“. — Tárin streymdu ofan
kinnarnar á henni, og óðara var hún kropin á kné
frammi fyrir mér, baðaði út höndunum og
sárbændi mig í nafni heilagrar Maríu meyjar og
fjölda helgra manna, sem eg þekki reyndar
ekki að neinum afreksverkum, að fara ekki á
stað fyrr en eftir tvo daga. Sannast að segja
fór mér ekki að verða um sel, þegar hún lét
svona, en auðvitað trúði eg ekki þessum
hégiljum. Eg fekk hana til að standa á fætur,
þurkaði af henni tárin og sagði henni alvarlega,
að eg yrði að fara — það væri skylda mín.
Þegar af henni brá, tók hún talnaband úr
barminum og rétti mér. Eg vissi ekki hvað eg átti
að taka til bragðs, því mér hefir frá barnæsku
verið innrætt ógeð á þess háttar helgum
leikföngum sem öðrum réttrúuðum Englendingi,
en eg vildi ekki styggja þetta gamla góðkvendi,
og þegar hún sá að eg var á báðum áttum,
tók hún af öll tvímælin með því að hengja
talnabandið um hálsinn á mér, og sagði með
grátstafinn í hálsinum: „Gerið það vegna
hennar móður yðar.“

Að svo mæltu fór hún burtu.

Hjátrúin er næm eins og sótt; mér liður ekki
vel. Eg hefi nú verið að skrifa þetta til þess
að jafna mig meðan eg bíð eftir póstvagninum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free