- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
13

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

19

Honum seinkar, og það er leitt að hestar
greifans þurfa að bíða. Eg verð nú að skrifa henni
Vilmu minni bréf, sem eg ætlast til að komi
henni á óvart. —–

Höllinni Draculitz, 5. maí að morgni.

Það er orðið albjart. Klukkan er orðin 4.
Eg hefi ekki háttað enn þá, en er þó
glaðvakandi; mér væri ekki unt að sofa nú; eg ætla
því að skrifa; greifinn hefir sagt, að eg mætti
sofa svo lengi sem eg vildi.

Þegar eg steig í póstvagninn, var ökumaðir
ekki kominn í sæti sitt; hann var í
hrókaræðum við veitingakonuna og marga aðra
þorpsbúa, og virtist mér fólkið vera að tala um mig,
því það var smámsaman að líta til mín með
undrunar svip og meðaumkunar. Eg skildi
ekki nema einstaka orð, og tók þvi upp úr
vasa mínum fjöltyngis-orðbók mína og leitaði
að þeim orðum, sem eg helzt gat greint.
Þau vóru reyndar ekki sem skemtilegust, svo
sem djöfull, helvíti, óvœttur og önnur þvi lík
góðyrði, sem mér var grunur um, að ættu við
minn væntanlega húsbónda greifann. Þegar
við fórum á stað var fjöldi fólks kominn að
veitingahúsinu, gerði krossmark með tveimur
uppréttum fingrum og benti á mig, sem var
saklaus sem barn og hafði ekkert til unnið.
Eg spurði þann eina samferðamann minn, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free