- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
34

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

40

sagði hann og benti á ensku bækurnar í
skápnum, „hafa verið vinir mínir í mörg ár, eða
síðan eg fór að hugsa um það að fara einhvern
tíma til Lundúna, ef eg gæti. Það er þeim að
þakka, að eg þekki England, yðar fagra og
volduga land. — Mig langar til Lundúna með
öllum þeim manngrúa og iðanda lífi, endalausu
störfum — með öllu sem skapar þennan stórbæ.
Eg hefi nógu lengi lifað einmani — mig
langar að kynnast mönnum“.

Það var nærri því orð fyrir orð hið sama
sem ókunna fallega stúlkan hafði sagt — en
mér fanst einhver grimd í röddinni, og mér
þótti sem eg sæi sem snöggvast villidýr, sem
sæti um að stökkva á bráð sína, og það fór
hryllingur um mig allan. Greifinn virtist taka
eftir því, að eg var eitthvað utan við mig, því
hann horfði á mig með sínum undarlegu
austurlenzku augum undan síðum augabrúnum.
Síðan sagði hann og breytti um róm:

„Og hvernig hefir yður liðið meðan eg var í
burtu?“

Eg kvaðst hafa sofið nær því allan daginn. Hann
kinkaði kolli og þótti það rétt af mér að sofa út.

„En hvað hafið þér hafst að síðan?"

Eg sagði sem satt var, að eg hefði raðað
skjölum mínum og fundið að dyrnar vóru læstar, en
hafði af hendingu komist inn í þetta herbergi,
og vonaði að hann reiddist mér ekki fyrir það.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free