- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
35

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

35

„Nei, hingað eru þér æfinlega velkominn og
eg vona, að þér dveljið hér mest meðan þér
eruð í mínum húsum. Hér er eg líka vanur
að vera. Eg bið yður að afsaka, að eg hafði
lokað gangdyrunum — það geri eg æfinlega af
gömlum vana. Auðvitað er yður velkomið að
skoða höll vora, eina og yður lystir. Flest
herbergin eru auð nú, því miður, og hafa verið
svo í mörg ár, og ryk fellur á margar fornar
minjar. Sum herbergin eru læst — af
ástæðum, sem engan varðar um. Jafngamalt hús
sem þetta hefir að geyma margt, sem ókendum
mönnum er ekki ætlað að sjá, og eg vona að
þér misvirðið það ekki. Sjöborgaland er ekki
England, og hér ber margt við, sem enskir
menn skilja ekki–“

Eg hneigði mig svo sem til samþykkis, en
veitti því eftirtekt, að hann var stöðugt að
virða mig fyrir sér.

„Eg bý hér nú“, sagði hann, „sem gamall
einsetumaður í feðraborg minni — lifi bæði í
fornum endurminningum og í athugun þess sem
gerist úti í heiminum, sem ómurinn berst af
hingað í þennan afkyma veraldarinnar. Yður
sýnist það ef til vill ótrúlegt, að þótt hár mitt sé
hvítt er hjartað ungt, og það langar til að taka
þátt í lífinu úti í heiminum — þar sem
þjóðunum eru sköpuð forlög og heimsstríðin eru
háð; eg hefi einu sinni tekið þátt í því og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free