- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
36

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

36

halðið mörgum þráðum í minni hendi“ — hann
varð kuldaiegnr í rómnum — „að drotna, ungi
vinur minn, að drotna, það er það eina, sem
nokkurs er vert í lífinu, hvort sem menn drotna
yfir vilja mannanna eða hjörtum þeirra“.

Hann þagði stundarkorn og tók svo aftur til
orða:

„Þér hafið þá verið hér hitt af kveldinu?
Það styttir stundir, að lesa bækurnar mínar
— en þér hafið orðið að biða mín í rökkrinu.
Eg vona að þér hafið sofið?“

Það var eins og hann væri að grafast eftir,
hvort eg hefði einskis orðið var, og af því eg
þóttist vita, að það kæmi sér bezt að eg dyldi
einskis, sagði eg eins og var:

„Eg var að dást að sólsetrinu á fjöilunum
yðar. Eg hefi aldrei séð fegra. Og loftið —
skógarilmurinn var eins og áfengt vin. Eg
gat ekki farið frá glugganum–“.

„Glugganum“ sagði hann, „höfðuð þér
gluggann opinn. Já, útsýnið er fallegt, önnur eins
fjöll eru ekki til í öllum heiminum, en fyrir
alla muni, létuð þér gluggann aftur fyrir
sólsetrið?“

„Nokkrum minútum síðar, — fimm, eða ef
til vill tíu minútum siðar, eg man það ekki
svo gerla“, sagði eg, og var hissa yfir þvi, hvað
hann var ákafur.

„Hver fjandinn!“ sagði hann með grimmri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0042.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free