- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
37

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

37

röddu og reis að hálfu leyti upp í stólnum. Mér
datt alt í einu í hug, að hann ætlaði að rjúka
í mig og bíta mig á barkann, og eg stökk á
fætur og ætlaði að verja mig. Hann sefaðist
undir eins og sagði í venjulegum róm:
„Fyrirgefið mér, kæri Harker, — eg er svo bráður
— en takið þér nú eftir, vinur. Það er regla
hér í höllinni, sem aldrei er út af brugðið,
einkum þegar gestir eru hér, að enginn gluggi má
vera opinn eftir sólsetur. Það eru illar gufur,
lofteitur, eða hvað menn kalla það, sem valda
því, að kveldloftið hér er óheilnæmt fyrir
aðkomumenn. Þetta verðið þér að muna
framvegis. Þér megið heldur ekki reika hér um
herbergin eða gangana, þegar farið er að dimma,
og munið mig um það, að sofa ekki í þessum
herbergjum, sem ekki er búið í. Við getum báðir
haft ilt af því. Annars vona eg að ekkert ilt
hafi viljað til. Þér létuð gluggann aftur?“

„Já, eg lét gluggann aftur, af þvi loftið
kólnaði og úði og grúði af leðurblökum,
viðbjóðslegustu kvikindum, sem eg þekki“, sagði eg
hreint og beint; „en satt að segja tókst einu
þessu óþokka-kvikindi að komast inn um
gluggann — er hér líklega einhverstaðar, þó eg hafi
ekki getað fundið það".

Greifinn sat nú grafkyrr og neri hendurnar,
og horfði á mig með einkennilegu, eftirrýnandi
augnaráði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free