Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
43
Eftir það bauð greifinn mér kveldverð. Sjálfur
kvaðst hann hafa borðað á heimleiðinni og
hefði það tafið hann. Hann settist við ofninn
og förum við svo að spjalla út um alla heima
og geima.
Eg sagði honum frá ferðum mínum og
síðustu nóttunni þegar eg fór heim til hans. Hann
kvað það hafa verið rétt gert af ökumanni, að
fara úr vagninum; úlfarnir hefðu getað ráðist á
hestana, en þeir væru venjulega hræddir við
menn. Þegar eg spurði hann um glætuna,
sem eg sá í myrkrinu, spurði hann mig, hvort
eg hefði aldrei heyrt getið um haugeld. Hann
sagði, að það væri trúa manna, að haugeldar
sæist á Georgsmessu, þar sem fé væri fólgið í
jörðu.
„Enginn efi er á því“, sagði hann, „að hér
er mikið fé fólgið í jörðu. Um þessar slóðir
hafa Tyrkir, Valakar, Szeklar og Saxar barist
mörgum öldum saman, og það hefir verið venja
að grafa í jörðu alt fémætt, til þess að fela það
fyrir óvinunum“.
„En hvernig getur þetta fé falist svo lengi í
jörðu úr því hægt er að finna þá staði, þar sem
það er grafið?“
„Það er af því, að bændur eru og verða
æfinlega raggeitur. Þeir eru sníknir, þeir eru
ágengir, hvar sem þeir geta komið því við. En
þeir þora ekkert. Það er heldur ekkert áhlaupa-
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>