- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
70

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

70

framburðinn undir eins og hann heyrir, að eg
ber eitthvert orð fram öðru visi en hann.

Þegar eg hafði lokið snæðingi, settist eg á
stól gegnt honum og sagði hann þá:

„Það sem þér sögðuð áðan úti í ganginum,
minnir mig á annað. Fóikið hérna i sveitinni
i kriug, sem er hugiaust og hjátrúarfuit, það
heldur að þessi höll, sem eg bý i, sé full af
vofum og illum öndum, af því að húu er svo
sögurík,— af þvi hér er svo margs að minnast
frá fyrri timum, sem almeuningur fær ekki að
vita. Eg get varla fengið vinnumann, þó eg
bjóði hátt k»up, svo hræddir eru þessir
vesal-ingar. Eg veit, að í hinum stóru Lundúnum
trúa menn ekki á slík hindurvitni. —■ Það er
samt hollast fyrir yður, að vera jafnan inni úr
þvi fer að skyggja. Kveldloftið er óholt fyrir
yður, og það getur komið fyrir, að yður sýnist
eða heyrist eitthvað, sem þér skiljið ekki i. Eg
óska að eins, að þér gætuð þrifist hjá mér og
orðið hjá mér nokkrar vikur —eins og eg hefi
sagt yður. Mér mundi falla það ilia, ef þér
færuð frá mér fyrri eu mér þætti tími
tilkom-inn. Eg vona að þér verðið enn hjá mér einn
mánuð, frá þessum degi að telja".

Það var langt frá mér að vilja dvelja þar
svo lengi, en eg hafði ekki kjark til að segja
nei. Eg fór eitthvað að tala um Hawkins
hús-bónda minn. –

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0076.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free