- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
74

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

74

Eg hneigði mig aftur. Til hvers var að
mæla á móti? Eg var og er sannfærður um,
að Jð hann sé mikill gáfumaður, hlýtur hann
uð vera eitthvað geggjaður, og að hann er
voða-maður, ef honum er eitthvað gert á móti, og
verður að varast það eins og nú stendur á.
Eg gerði það líka í þarfir húsbðncla míns að
dvelja hér.

Eg skrifaði Vilmu, konuefninu minu, og
sagði henni bæði nndan og ofan af, að mér
liði vel, að greifahöllin væri skemtileg og að
greifinn hefði beðið mig að dvelja hjá sér
nokkrar vikur.

Eg skrifaði sömuleiðis húsbónda minum um
það, að greifinn virtist vera ánægður með
kaup-in, og að hann vildi að eg dveldi hjá honum
um tima.

Þegar eg hafði lokið við bréfin, settist
greif-inn i stól minn við borðið og fór sjálfur að
skrifa, en eg fór að leaa i bók. Eg gat ekki
að mér gert, að svipast eftir þvi til hverra bréf
greifans áttn að fara, og áttu þau að fara til
Samuels Billingtons i Whitby, Sautners
útgerð-armanns i Varna, bankara Corets i London og
bankara Klopstocks i Vín. Síðan tók greifinn
•öll bréfin og fór af stað og kvaddi mig og
sagði að skilnaði:

„Eg þarf ýmsu að sinna í kveld, og vona því
að þér afsakið, þó eg kveðji yður fyrr en vant

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free