- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
123

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

123

þegar eg tðk lampann hærra, sá, eg mjóar rákir
af biáieitum reyk, sem lagði upp feftir stiganum.

Eg var nú orðinn svo forvitinn, að eg
hugs-aði ekkert um þá hættu, sem mér gat verið
eða hlaut að vera búin, ef eg færi lengra. Eg
vildi fyrir hvern mun fá að sjá hvað gerðist
þar niðri.

Eg iagði nú á stað ofan i annan stiga og
fór gætilega sem fyrr. Pað var skrúfstigi og
var höggvinn i berg, og þóttist eg vita af þvi,
að nú væri eg kominn niður fyrir alla múra
hallarinnar. Þessi stigi ætlaði aldrei að taka enda.

Loks sá eg glampa af eldi niðri i djúpinu,
ogDóx þá hljómurinn að neðan margfaidlega.

Eg slökti óðara Ijósið og stóð grafkyrr í
sömu sporum.

Eldsbirtuna lagði gegnum lágar dyr, sem
vóru neðst í stiganum, og sló birtunni á neðstu
rimarnar og á reykinn, sem Iá eins og þoka
við stigann að neðan. Eg hélt enn lengra
of-an stigann, og læddist með veggnum þeim
meg-in sem birtan var minni. Loks komst eg að
dyrunum, og með hálfum huga skygudist eg inn
nm þær.

Mér varð hughægra þegar eg sá, að dyrnar
vóru ekki í hvelfingu þeirri, sem eldsbirtan kom
frá, heldur tóku þar við eins konar svalir og
frá þeim lá rið niður i salinn, sem eldsbirtan
kom frá og þar seœ mannamálið var. Eg skreið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free