- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
39

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

39

62. 5-8 og 63. er.

Ef þessi vísuorð hafa heyrt spánni til frá upphafi, þá eru
þau líklega partar af tveimur vísum.

Búa H$r ok Baldr

Hr opt s sig t op t er,

o: "B. og H. munu búa þá staði, sem voru Oðins
ófriðar-staðir og baráttu, en nú er þar - friður og sæla". Hj er af
sjest, að vel valtífar, sem kemur rjett á eftir, getur ekki á nokkurn
hátt verið rjett1. Peir Baldr voru nú sannarlega ekki neinir
valtífar, bardagaguðir, heldur þvert á móti. Pär að auk er vel í
alla staði mögur og óvænt viðbót. Petta vo. og það sem því
fylgir er því seinna skotið inn. Um 63. er. er mjer ekki vel Ijóst.
Pað vantar ef alaust meira h j er í, en tvö vísuorð, t. á. m. heila vísu.

V^lospý er nokkurs konar drap á. Hún skiptist í 3 kafla,
sjá Müllenhoff, í fyrsta kaflanum er ekkert stef; í öðrum
kaflanum er eins vísuorðs stef: vitof enn efa hvat] en í þeim
síðasta 4 vísuorða: Geyr nú osfrv. í þessari stefsetningu
kemur aukning fram, sem svarar til þess að efnið verður
alltaf stórJwstlcgra og hroðilegra. Hugaræsing heyrandanna
og hræðsla eykst við þetta heimullega tiltal (vitof . . . ),
sem völvan segir hálfvinaleg, hálfógnandi og með djúplágri rödd
(svo verður maður að hugsa sjer það), en kemst á hæsta stig
við það, er hún segir í hærra rómi: Geyr nú Garmr mjyJc osfrv.

Af þessari bygging kvæðisins er það Ijóst, að stefið:
vitoji enn efa hvat á hvergi heima, nema í 2. kaflanum.

Hpvam^l.

Safn það af kvæðum og kvæðabrotum, sem hafa þenna
sameiginlega titil, hefur Müllenhoff reynt til þess að greina
sundur, og jeg er í öllu verulegu honum samdóma að því er
þetta snertir. Aftur á móti er jeg honum víða ósamþykkur,

1 Hoffory segir og, að orðin sje "sehr unpassend" (Gött. gel. Anz. 1885
s. 26) en að lesa vé valtífa (í pappírsbókum) get jeg ekki fallizt á.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free