- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
253

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - II. Fjósaríma Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

253

Fræðaörin furðu m j ó
fram af boganum renni.

Pórður bætti þegar við:

I morgun hvesti eg mína þó,
máttu sjá við henni.

[GKonráðss. kap. 19]

r*eir voru og báðir göldróttir kallaðir Pórður og Hallur, en þó þótti
Hallur beita vér kunnáttu sinni og glettist hann stundum við l?órð
með fjölkyngi og kom honum þá vel, að hann var heldur ekki alveg
blår innan. Eitt sinn magnaði Hallur hund og sendi Pórði; var
Pórður þá á ferð ríðandi, er hann fékk sendinguna og var því lítt
við búinn; vissi hann ekki fyrri en hundur kom framan að hesti
hans, svo hann fældist og þórður datt af baki, og ætlaði hundurinn
þá að rífa hann; en þá neytti rórður þess að hann var kraptaskáld
og kvað:

Míns .ei njóta máttu falls,
meiri kraptur varði,
bölvaður farðu hundur Halls
heim að föðurgarði.

Burtu flæmdur, bið eg nú
bragar krapti mínum,
nætur allar urra þú
angist Halli þínum.

Hvarf þá hundurinn, en leingi eptir varð Halli ekki svefnsamt, en
þó slæíði hann dela að lyktum.

[GKonráðss. kap. 22]

r*að lítur og út fyrir að Pórður og Hallur hafi sent hver öðrum
Ijóðabréf eptir því, sem Jón Ólafsson Grunnvíkingur segir (Add.
Bibi. Univ. Hafn. Nr. 7 4to. p. 1697 og í sinni ísl. orðab. undir
fálki): "In epistola quadam poetice scripta et quidem, si j am recte
recordor, Halli Magnæi, qui in tractu Skagafjörður c. 1550 floruit,
ad Thordum Magnæum, forte synchronum suum, insignem poetam,
qui in prædio Strjúgur dicto Langadali in præfectura Hunavatnensi
habitavit, ubi finis sic sonat:

Stálsmjólkin (ö: blekið) stýls fálka (o: pennans)
stef fellir bréfpellu."

Annars mun nú ekki þekkjast fleira af samkvæðum þeirra en það,
sem hér er tilfært, svo að nökkur vissa sé fyrir. En það er víst,
að þó Pórður sé enda fult svo mikið brugðinn við ákvæði, að
kvæði Halls, sem nú eru til, bera það meir með sér, að hann hefur
trúað á kraptaskáldskap, eins og "Sjálfdeilur" hans sýna. Pär
segir hann meðal annars, að bróðir Eysteinn hafi kveðið Gyrð
biskup í hel:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free