- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
145

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

J. Jónsson: "Hringr". 145

í hin dönsku konungatöl (einsog próf. Storm virðist ætla
Krit. Bidr. I. 123) né orðið þar til af misskilningi (O.
Montelius: Sv. hist. I. 250 n. l.), og síðan flutt þaðan til Noregs
og Íslands, heldr upphaflegt í sunnanverðum Noregi, og komið
þaðan í arfsagnir Norðmanna og Íslendinga. Það eru nægar
bendingar til þess hjá Saxa, að suðrhluti Noregs hafi verið
mjög nátengdr Danmörku í upphafi sögutímans, og sannast
það fullkomlega af samhljóða vitnisburði Einhards og
Íslendinga (Snorra), þvíað hvorirtveggja láta Danakonunga hafa
vald yfir Vestfold fyrir daga Haralds hárfagra, en munrinn
er aðeins sá, að Einhard lætr Danakonunga á öndverðri 9.
öld ráða fyrir Vestfold ("Westarfolda"), þar sem Snorri lætr
Dana- og Svíakonunga á 8. öld (ofanverðri) ráða fyrir
Vestfold og fleirum fylkjum í suðaustrhluta Noregs (Vikrinni) og
Svíakonunga seint á 9. öld gjöra tilkall til þessara
landshluta, með því að "Sigurðr hringr" og "Ragnarr loðbrók" hafi
fyrrum ráðið þeim. Og þar sem svo margar sögur og atvik
lúta að því, að náið samband hafi verið milli Svíaríkis
(Gautlands), Danmerkr og suðaustrhluta Noregs (Víkrinnar) um það
leyti er sannar sögur hefjast l), þá sýnist eigi næg ástæða
til að hafna þeirri grein, er Snorri hefir gjört fyrir miklu
herskapar veldi á Norðrlöndum, er Ívarr víðfaðmi hafi stofnað
og síðan hafi gengið að erfðum til niðja hans, Svíakonunga
og Danakonunga. Á dögum Sigurðar hrings og Ragnars

-

1) Auk þess sem Einhard telr Vestfold í ríki Danakonunga, sem nú
var sagt, lætr hann sonu Dana konungs (Guðröðar göfugláta, föður Ólafs
Geirstaða-álfs og Hálfdanar svarta, sbr. 12. bls. n. 2) leita athverfs í
Svíaríki, Snorri (Yngl. 54. k., Hkr. 41. bls.) lætr Vermaland snúast að
skattgjöfum til Svíakonungs, en hverfa undan Guðröðarsonum, meðan Hálfdan
svarti var í æsku, og er eigi ólíklegt, að Svíakonungr (Eiríkr Refilsson?)
hafi tekið það að launum liðveizlu sinnar við þá (árið 813). Saxi telr ætt
Danakonunga til konunga á Hringaríki (Sigurðar og Hrings) og Ólafs
Vermakonungs (l. Vil. p. 370), og lætr Sigurð hring, dótturson Gautreks
(o: Gautakonungs) og son (fylkis-)konungs í Noregi, komast til valda í
Danmörku, sem fyr er ritað. Hann lætr einnig Ragnar og sonu hans ráða
fyrir Danmörku, Svíaríki og Noregi (l. IX. p. 450. 458).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free